Lífið

Kim Cattrall vildi meira borgað

Leikkonan Kim Cattrall viðurkenndi í viðtali að það hefði verið sér að kenna að samningsviðræður vegna kvikmyndar eftir Sex and the City þáttunum hafi runnið í sandinn. Hún segist hafa viljað fá meira borgað en framleiðendur voru reiðubúnir til þess að leggja fram. Hún segir að leikarahópurinn hafi átt skilið að fá ríkulega launað eftir alla þá erfiðisvinnu sem þær lögðu á sig, framleiðendur kvikmyndarinnar voru henni víst ekki sammála. Hún vill þó ekki útiloka að það verði af myndinni seinna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.