Norðurlöndin verði útundan í ESB 27. júlí 2004 00:01 Eftir að José Manuel Durao Barroso var valinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB verður sambandinu stjórnað af þremur einstaklingum frá Pýrenaskaga. Margir óttast því að norræn málefni verði út undan. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Hufvudstadsbladet í dag. Forseti þingsins, Josep Borrell, og utanríkisráðherra ESB, Javier Solana, eru báðir Spánverjar. Nú fer ein valdastaðan enn til sama svæðis þegar Barroso tekur við sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. „Norræn málefni gætu orðið útundan og óttast ég sérstaklega um framtíð norrænu víddarinnar,“ segir finnski þingmaðurinn og formaður stóru nefndarinnar, Jari Vilén, fyrrverandi fulltrúi í Norðurlandaráði. Hann segir Finnland verða að leggja enn meiri áherslu á málefni sín og samstarfið milli ESB og Rússlands. Jyrki Käkönen, prófessor í Evrópumálum við háskólann í Tammerfors, telur að jafnvel Eystrasaltsríkin geti orðið út undan. Suðrænar áherslur geti haft neikvæð áhrif í för með sér og hætta sé á að peningum, sem eiga að fara í uppbyggingu í nýju ríkjunum, verði stýrt til landanna við Miðjarðarhafið. Vilén og Käkönen telja að megináhersla ESB á næstu árum verði á málefni sem brenna á Miðjarðarhafslöndunum, m.a. á ólöglega innflytjendur, tengsl við Suður-Ameríku og Barcelona- ferlið. Myndin er af José Manuel Durao Barroso, verðandi forseta framkvæmdastjórnar ESB. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Eftir að José Manuel Durao Barroso var valinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB verður sambandinu stjórnað af þremur einstaklingum frá Pýrenaskaga. Margir óttast því að norræn málefni verði út undan. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Hufvudstadsbladet í dag. Forseti þingsins, Josep Borrell, og utanríkisráðherra ESB, Javier Solana, eru báðir Spánverjar. Nú fer ein valdastaðan enn til sama svæðis þegar Barroso tekur við sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. „Norræn málefni gætu orðið útundan og óttast ég sérstaklega um framtíð norrænu víddarinnar,“ segir finnski þingmaðurinn og formaður stóru nefndarinnar, Jari Vilén, fyrrverandi fulltrúi í Norðurlandaráði. Hann segir Finnland verða að leggja enn meiri áherslu á málefni sín og samstarfið milli ESB og Rússlands. Jyrki Käkönen, prófessor í Evrópumálum við háskólann í Tammerfors, telur að jafnvel Eystrasaltsríkin geti orðið út undan. Suðrænar áherslur geti haft neikvæð áhrif í för með sér og hætta sé á að peningum, sem eiga að fara í uppbyggingu í nýju ríkjunum, verði stýrt til landanna við Miðjarðarhafið. Vilén og Käkönen telja að megináhersla ESB á næstu árum verði á málefni sem brenna á Miðjarðarhafslöndunum, m.a. á ólöglega innflytjendur, tengsl við Suður-Ameríku og Barcelona- ferlið. Myndin er af José Manuel Durao Barroso, verðandi forseta framkvæmdastjórnar ESB.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira