Lífið

Brosnan hættur sem Bond

p> "Bond er ekki lengur hluti af mínu lífi, hann er að baki," bætti Brosnan við. Brosnan lék í fjórum Bond-myndum. Sú fyrsta hét Goldeneye og kom út árið 1995 en sú síðasta, Die Another Day, kom út fyrir tveimur árum. Skartaði hún m.a. Halle Berry í hlutverki Bond-konunnar. Talið er að næsta Bond-mynd, sem ekki hefur enn fengið nafn, komi út í nóvember árið 2005. Óvíst er hver tekur við af Brosnan í hlutverki breska njósnarans. Þau nöfn sem hafa oftast verið nefnd eru Clive Owen, sem lék síðast í King Arthur, og Hugh Jackman úr X-Men myndunum vinsælu. Einnig hefur Orlando Bloom, sem lék Legolas í Lord of the Rings, verið orðaður við hlutverkið en hann hefur samþykkt að leika í nýrri mynd sem fjallar um James Bond á sínum yngri árum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.