Þjarkað um fríverslun í Genf 30. júlí 2004 00:01 Hörð samningalota á vegum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sendur nú yfir í Genf í Sviss. Deilur aðildarþjóðanna 147 snúast fyrst og fremst um landbúnaðarmál en ríkar þjóðir á Vesturlöndum hafa reynst tregar til þess að draga úr ríkisstuðningi við landbúnað og opna þannig möguleika fátækari ríkja til að skapa sér markað. Samningalotan er hörð og vaka samningamenn langt fram eftir nóttum til að komast að samkomulagi. Ef verulegar breytingar verða á reglum um landbúnaðarvörur má gera ráð fyrir því að matvælaverð á Íslandi lækki enda þyrfti að létta innflutningshöftum og fella niður tolla í kjölfarið. Slík þróun gæti þó tekið nokkur ár og hingað til hefur Ísland skipað sér í þann flokk ríkja sem einna harðast hafa staðið vörð um niðurgreiðslur til landbúnaðarins. Barist um góða samningsstöðu Til að bæta samningsstöðu sína í umræðum um fríverslun hafa fátækari löndin lagt áherslu á að niðurfelling tolla á ýmissi iðnvöru verði ekki jafnhröð og lagt er til. Fulltrúar fátæku ríkjanna telja óréttlátt að Vesturlönd heimti óheftan aðgang að mörkuðum þeirra í iðnvöru án þess að áþekkar umbætur verði gerðar í landbúnaðarmálum. Á fundinum nú í Genf er gerð úrslitatilraun til að semja um grundvallaratriði í samningalotunni sem kennd er við Doha en þar hófst sú samningalota sem enn stendur yfir. Í september á síðasta ári var haldinn stór fundur í Cancun í Mexíkó þar sem til stóð að ganga frá helstu samningsatriðum en þeim fundi lauk án árangurs. Fátækustu ríkin studdu Stefán Stefán Haukur Jóhannesson er formaður samninganefndar WTO um viðskiptakjör með allar vörur sem ekki flokkast undir landbúnað. Hann hefur sætt gagnrýni frá fátækum ríkjum fyrir að gefa kröfum þeirra ekki gaum. Aðrir hópar, sem meðal annars innihalda fulltrúa frá fátækustu ríkjum heims, hafa hins vegar gefið út yfirlýsingar til stuðnings Stefáni. Stefán Haukur sagði við Fréttablaðið í vikunni að ekki væri órói vegna starfa hans eftir að hann hefði greint aðildarþjóðum nánar frá afstöðu sinni. Að sögn Stefáns er ekki óalgengt að ýmiss konar aðferðum sé beitt til að styrkja samningsstöðuna. "Þær athugasemdir sem komu fram voru á misskilningi byggðar. Þeir héldu að ég væri að leggja fram lokatexta en í raun var ég að leggja fram drög fyrir frekari viðræður," segir Stefán Haukur. Hann segir marga þætti falla undir þá heildarsamninga um fríverslun sem nú er unnið að. "Einn af þeim er landbúnaður, annar er vöruviðskipti en í raun eru mun meiri viðskiptahagsmunir í húfi í vöruviðskiptum því þar eru áttatíu til níutíu prósent heimsviðskiptanna," segir Stefán Haukur. Hins vegar er sviðsljósið gjarnan á landbúnaðarmálin þar sem þau eru pólitískt viðkvæm. Stökkpallur til áframhaldandi samninga Að sögn Stefáns Hauks er litið svo á að viðræðurnar sem nú standa í Genf séu stökkpallur til áframhaldandi samningaviðræðna en ekki sé verið að reyna að ná lokasamkomulagi um samninga. "Það má segja að það sé verið að höggva á þessa erfiðustu hnúta til að menn komist svo áfram," segir hann. Landbúnaðarmálin erfiðust Meðal erfiðra mála sem deilt er um eru landbúnaðarmálin en þar skipar Ísland sér í flokk ríkja þar sem niðurgreiðslur á landbúnaði eru hvað mestar. Þessi hópur inniheldur meðal annars Suður Kóreu, Sviss og Noreg. Að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, fara áherslur þessa hóps í samningaviðræðunum að mörgu leyti saman við áherslur Evrópusambandslandanna. "Ég held að allir séu inni á því að breytinga sé þörf í þessu landbúnaðarkerfi. Við höfum samt lagt áherslu á að við þurfum að hafa sveigjanleika og það sé ákveðin vernd sem eftir sem áður verður að vera til staðar," segir Gunnar Snorri. Ríku þjóðirnar með Evrópusambandið og Bandaríkin í broddi fylkingar hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að vilja ekki semja um niðurfellingu á styrkjum til landbúnaðar en fara á sama tíma fram á óheftan aðgang að öðrum mörkuðum. Fátæku löndin sem telja sig geta hagnast á því að framleiða matvæli til sölu í ríku löndunum hafa átt erfitt með að sætta sig við stífni ríku þjóðanna í þeim efnum. Áhersla á heilbrigðari samkeppni Nokkuð mikilvægt skref var stigið í aðdraganda samningaviðræðnanna þegar Evrópusambandið samþykkti að fella niður útflutningsstyrki. Útflutningsstyrkir Evrópuríkjanna hafa verið sérstakur þyrnir í augum fríverslunarsinna þar sem þeir fela gjarnan í sér að bændur selja niðurgreidd matvæli til erlendra markaða, jafnvel gegn ennþá meiri niðurgreiðslum. Þetta hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sums staðar í Afríku eru óhagkvæmar evrópskar landbúnaðarafurðir seldar á lægra verði en hagkvæmari innlend framleiðsla. Vilja fríverslun - bara ekki strax Fríverslun hefur stundum verið líkt við himnaríkisvist. Flestir stjórnmálamenn vilja komast þangað en "bara ekki alveg strax." Sökum þess að flestar þjóðir berjast fyrir staðbundnum hagsmunum sínum verða fríverslunarviðræður flóknar og ganga gjarnan hægt. Ekki er enn séð fyrir um hver árangur verður af þeim viðræðum sem nú standa yfir en flestir eru sammála um að ef ekki náist mikill árangur nú sé hætta á ferðum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og fleiri breytingar á alþjóðavettvangi eru líklegar til þess að tefja frekari framgang fríverslunarsamninga náist ekki sátt um rammasamkomulag í Genf. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Hörð samningalota á vegum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sendur nú yfir í Genf í Sviss. Deilur aðildarþjóðanna 147 snúast fyrst og fremst um landbúnaðarmál en ríkar þjóðir á Vesturlöndum hafa reynst tregar til þess að draga úr ríkisstuðningi við landbúnað og opna þannig möguleika fátækari ríkja til að skapa sér markað. Samningalotan er hörð og vaka samningamenn langt fram eftir nóttum til að komast að samkomulagi. Ef verulegar breytingar verða á reglum um landbúnaðarvörur má gera ráð fyrir því að matvælaverð á Íslandi lækki enda þyrfti að létta innflutningshöftum og fella niður tolla í kjölfarið. Slík þróun gæti þó tekið nokkur ár og hingað til hefur Ísland skipað sér í þann flokk ríkja sem einna harðast hafa staðið vörð um niðurgreiðslur til landbúnaðarins. Barist um góða samningsstöðu Til að bæta samningsstöðu sína í umræðum um fríverslun hafa fátækari löndin lagt áherslu á að niðurfelling tolla á ýmissi iðnvöru verði ekki jafnhröð og lagt er til. Fulltrúar fátæku ríkjanna telja óréttlátt að Vesturlönd heimti óheftan aðgang að mörkuðum þeirra í iðnvöru án þess að áþekkar umbætur verði gerðar í landbúnaðarmálum. Á fundinum nú í Genf er gerð úrslitatilraun til að semja um grundvallaratriði í samningalotunni sem kennd er við Doha en þar hófst sú samningalota sem enn stendur yfir. Í september á síðasta ári var haldinn stór fundur í Cancun í Mexíkó þar sem til stóð að ganga frá helstu samningsatriðum en þeim fundi lauk án árangurs. Fátækustu ríkin studdu Stefán Stefán Haukur Jóhannesson er formaður samninganefndar WTO um viðskiptakjör með allar vörur sem ekki flokkast undir landbúnað. Hann hefur sætt gagnrýni frá fátækum ríkjum fyrir að gefa kröfum þeirra ekki gaum. Aðrir hópar, sem meðal annars innihalda fulltrúa frá fátækustu ríkjum heims, hafa hins vegar gefið út yfirlýsingar til stuðnings Stefáni. Stefán Haukur sagði við Fréttablaðið í vikunni að ekki væri órói vegna starfa hans eftir að hann hefði greint aðildarþjóðum nánar frá afstöðu sinni. Að sögn Stefáns er ekki óalgengt að ýmiss konar aðferðum sé beitt til að styrkja samningsstöðuna. "Þær athugasemdir sem komu fram voru á misskilningi byggðar. Þeir héldu að ég væri að leggja fram lokatexta en í raun var ég að leggja fram drög fyrir frekari viðræður," segir Stefán Haukur. Hann segir marga þætti falla undir þá heildarsamninga um fríverslun sem nú er unnið að. "Einn af þeim er landbúnaður, annar er vöruviðskipti en í raun eru mun meiri viðskiptahagsmunir í húfi í vöruviðskiptum því þar eru áttatíu til níutíu prósent heimsviðskiptanna," segir Stefán Haukur. Hins vegar er sviðsljósið gjarnan á landbúnaðarmálin þar sem þau eru pólitískt viðkvæm. Stökkpallur til áframhaldandi samninga Að sögn Stefáns Hauks er litið svo á að viðræðurnar sem nú standa í Genf séu stökkpallur til áframhaldandi samningaviðræðna en ekki sé verið að reyna að ná lokasamkomulagi um samninga. "Það má segja að það sé verið að höggva á þessa erfiðustu hnúta til að menn komist svo áfram," segir hann. Landbúnaðarmálin erfiðust Meðal erfiðra mála sem deilt er um eru landbúnaðarmálin en þar skipar Ísland sér í flokk ríkja þar sem niðurgreiðslur á landbúnaði eru hvað mestar. Þessi hópur inniheldur meðal annars Suður Kóreu, Sviss og Noreg. Að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, fara áherslur þessa hóps í samningaviðræðunum að mörgu leyti saman við áherslur Evrópusambandslandanna. "Ég held að allir séu inni á því að breytinga sé þörf í þessu landbúnaðarkerfi. Við höfum samt lagt áherslu á að við þurfum að hafa sveigjanleika og það sé ákveðin vernd sem eftir sem áður verður að vera til staðar," segir Gunnar Snorri. Ríku þjóðirnar með Evrópusambandið og Bandaríkin í broddi fylkingar hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að vilja ekki semja um niðurfellingu á styrkjum til landbúnaðar en fara á sama tíma fram á óheftan aðgang að öðrum mörkuðum. Fátæku löndin sem telja sig geta hagnast á því að framleiða matvæli til sölu í ríku löndunum hafa átt erfitt með að sætta sig við stífni ríku þjóðanna í þeim efnum. Áhersla á heilbrigðari samkeppni Nokkuð mikilvægt skref var stigið í aðdraganda samningaviðræðnanna þegar Evrópusambandið samþykkti að fella niður útflutningsstyrki. Útflutningsstyrkir Evrópuríkjanna hafa verið sérstakur þyrnir í augum fríverslunarsinna þar sem þeir fela gjarnan í sér að bændur selja niðurgreidd matvæli til erlendra markaða, jafnvel gegn ennþá meiri niðurgreiðslum. Þetta hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sums staðar í Afríku eru óhagkvæmar evrópskar landbúnaðarafurðir seldar á lægra verði en hagkvæmari innlend framleiðsla. Vilja fríverslun - bara ekki strax Fríverslun hefur stundum verið líkt við himnaríkisvist. Flestir stjórnmálamenn vilja komast þangað en "bara ekki alveg strax." Sökum þess að flestar þjóðir berjast fyrir staðbundnum hagsmunum sínum verða fríverslunarviðræður flóknar og ganga gjarnan hægt. Ekki er enn séð fyrir um hver árangur verður af þeim viðræðum sem nú standa yfir en flestir eru sammála um að ef ekki náist mikill árangur nú sé hætta á ferðum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og fleiri breytingar á alþjóðavettvangi eru líklegar til þess að tefja frekari framgang fríverslunarsamninga náist ekki sátt um rammasamkomulag í Genf.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira