Forseti í þriðja sinn 2. ágúst 2004 00:01 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn á sunnudag. Athöfnin hófst kl. 15 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög á Austurvelli. Helgistund hófst í dómkirkjunni kl. 15.30. Auk boðsgesta var almenningi leyfður aðgangur meðan húsrúm leyfði. Rétt eftir kl. 16 var gengið úr kirkju til alþingishúss, en lögreglumenn stóðu þar heiðursvörð. Fremstir gengu forseti Íslands og forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, en á eftir þeim gengu Dorrit Moussaieff forsetafrú og biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Meðal gesta við athöfnina í alþingishúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómarar, biskupar landsins, Þórólfur Árnason borgarstjóri, erlendir sendiherrar og fulltrúar úr félagasamtökum og atvinnulífinu. Auk þess var nánasta fjölskylda forsetans og forsetafrúarinnar viðstödd. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því að Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. Forseti Hæstaréttar lýsti því næst yfir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forsetinn síðan undirritaði. Forseti Hæstaréttar afhenti forseta kjörbréfið með árnaðaróskum og gekk forseti þá ásamt forsetafrú fram á svalir alþingishússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar. Tekið var undir ferföld húrrarhróp bæði á Austurvelli sem og í þingsal. Þá flutti forseti ávarp þar sem hann sagði meðal annars: "Stuðningur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fámennum byggðum, hlýhugur ykkar og velvild hafa veitt mér styrk til að takast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakkir". Athöfninni lauk með því að dómkórinn flutti þjóðsönginn. Forsetafrúin klæddist skautbúningi, sem er mesti viðhafnarbúningur íslenskra kvenna, en upphaf hans má rekja til 1857. Skautbúningurinn sem forsetafrúin klæddist var saumaður 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni. Búningurinn var saumaður á Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar, fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn á sunnudag. Athöfnin hófst kl. 15 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ættjarðarlög á Austurvelli. Helgistund hófst í dómkirkjunni kl. 15.30. Auk boðsgesta var almenningi leyfður aðgangur meðan húsrúm leyfði. Rétt eftir kl. 16 var gengið úr kirkju til alþingishúss, en lögreglumenn stóðu þar heiðursvörð. Fremstir gengu forseti Íslands og forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, en á eftir þeim gengu Dorrit Moussaieff forsetafrú og biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Meðal gesta við athöfnina í alþingishúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómarar, biskupar landsins, Þórólfur Árnason borgarstjóri, erlendir sendiherrar og fulltrúar úr félagasamtökum og atvinnulífinu. Auk þess var nánasta fjölskylda forsetans og forsetafrúarinnar viðstödd. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því að Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. Forseti Hæstaréttar lýsti því næst yfir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnarskránni, sem forsetinn síðan undirritaði. Forseti Hæstaréttar afhenti forseta kjörbréfið með árnaðaróskum og gekk forseti þá ásamt forsetafrú fram á svalir alþingishússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar. Tekið var undir ferföld húrrarhróp bæði á Austurvelli sem og í þingsal. Þá flutti forseti ávarp þar sem hann sagði meðal annars: "Stuðningur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fámennum byggðum, hlýhugur ykkar og velvild hafa veitt mér styrk til að takast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakkir". Athöfninni lauk með því að dómkórinn flutti þjóðsönginn. Forsetafrúin klæddist skautbúningi, sem er mesti viðhafnarbúningur íslenskra kvenna, en upphaf hans má rekja til 1857. Skautbúningurinn sem forsetafrúin klæddist var saumaður 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, samkvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofunni. Búningurinn var saumaður á Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar, fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira