Ræddi Evrópumál við Halldór 7. ágúst 2004 00:01 Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Vanhanen er staddur hér í opinberri heimsókn en Halldór tekur á móti honum sem starfandi forsætisráðherra. Halldór sagði fund þeirra hafa verið góðan, þeir hafi rætt samskipti landanna, aukna verslun og viðskipti þeirra á milli, Evrópumál, Atlantshafsbandalagið og alþjóðamál. Vanhanen sagði reynslu Finna af Evrópusambandinu góða, sérstaklega eftir stækkunina sem hafi auðveldað mjög mikið innan sambandsins. Hann sagði einnig að tengsl Finna við Eystrasaltsríkin væru sífellt að aukast en lagði áherslu á mikilvægi norræns samstarfs. Vanhanen ræddi stöðuna í norrænu samstarfi þar sem þrjár Norðulandaþjóðanna eru í ESB og þrjár þeirra eru í NATO. Hann sagði þetta ekki hamla samskiptum landanna á nokkurn hátt og það væri ekki á döfinni að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu. "Við viljum þróa samstarf okkar við Atlantshafsbandalagið, sem hefur verið farsælt, en höfum ekki í hyggju að ganga í það." Aðspurður hvort hann teldi það nauðsynlegt fyrir Ísland og Noreg að ganga í ESB í náinni framtíð sagði Vanhanen að það þyrfti hvert ríki fyrir sig að ákveða sjálft. Hann skilur hins vegar að Íslendingar séu uggandi vegna hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins. Þetta er fyrsta heimsókn Vanhanen til Íslands í forsætisráðherratíð sinni en hann hefur komið tvisvar áður hingað til lands. Opinberri dagskrá heimsóknarinnar lýkur í dag með ferð hans og utanríkisráðherra í Bláa lónið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Vanhanen er staddur hér í opinberri heimsókn en Halldór tekur á móti honum sem starfandi forsætisráðherra. Halldór sagði fund þeirra hafa verið góðan, þeir hafi rætt samskipti landanna, aukna verslun og viðskipti þeirra á milli, Evrópumál, Atlantshafsbandalagið og alþjóðamál. Vanhanen sagði reynslu Finna af Evrópusambandinu góða, sérstaklega eftir stækkunina sem hafi auðveldað mjög mikið innan sambandsins. Hann sagði einnig að tengsl Finna við Eystrasaltsríkin væru sífellt að aukast en lagði áherslu á mikilvægi norræns samstarfs. Vanhanen ræddi stöðuna í norrænu samstarfi þar sem þrjár Norðulandaþjóðanna eru í ESB og þrjár þeirra eru í NATO. Hann sagði þetta ekki hamla samskiptum landanna á nokkurn hátt og það væri ekki á döfinni að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu. "Við viljum þróa samstarf okkar við Atlantshafsbandalagið, sem hefur verið farsælt, en höfum ekki í hyggju að ganga í það." Aðspurður hvort hann teldi það nauðsynlegt fyrir Ísland og Noreg að ganga í ESB í náinni framtíð sagði Vanhanen að það þyrfti hvert ríki fyrir sig að ákveða sjálft. Hann skilur hins vegar að Íslendingar séu uggandi vegna hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins. Þetta er fyrsta heimsókn Vanhanen til Íslands í forsætisráðherratíð sinni en hann hefur komið tvisvar áður hingað til lands. Opinberri dagskrá heimsóknarinnar lýkur í dag með ferð hans og utanríkisráðherra í Bláa lónið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira