Leiðtogafundur jafnaðarmanna 8. ágúst 2004 00:01 Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins, áherslur þeirra á velferðamál og síðustu úrslit kosninga á Norðurlöndum. Einn norrænn forsætisráðherra sótti fundinn; Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og eins var Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs á fundinum. Á meðal annarra gesta má nefna Mogens Lykketoft, formann danskra jafnaðarmanna og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðingsson segir að rædd hafi verið mál sem tengist Evrópusambandinu og hann segir ljóst að jafnaðarmenn á Norðurlöndum telji það æskilegt fyrir framtíðarsamband jafnaðarmanna í þessum löndum að þau gangi öll inn í Evrópusambandið þegar tíminn er réttur. Össur segir að á fundinum hafi Íslendingarnir reynt að fá skilning félaga sinna á því að til að auðvelda Íslendingum inngöngu í ESB, þurfi að taka upp aðra nálgun gagnvart fiskveiðimálum. Hugmynd íslensku jafnaðarmannanna sé sú að sett verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðuratlantshafi sem kæmi í veg fyrir að Íslendingar þurfi að láta af hönum yfirstjórn til Brussel ef til inngöngu í sambandið kæmi. Össur segir góðan skilning hafa skapast á þessu á fundinum en það skipti töluverðu máli að forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, sem sé einn af þungavigtarmönnum innan Evrópusambandsins, hafi tekið vel undir þessar hugmyndir. Össur telur að skilningur manna sé að aukast á sérstöðu Íslendinga og að það geti auðveldað Íslendingum að gerast fullgildir meðlimir að Evrópusambandinu, ef þeir kjósi svo. Hann telur rétt og mikilvægt að fara að huga að aðildarumsókn á allra næstu árum. Össur segist finna það vel á sínum norsku samstarfsmönnum að innganga í Evrópusambandið verði á dagskrá í Noregi á næstu árum. Hann segir það skipta töluverðu máli fyrir Ísledinga að sækja um á undan Norðmönnum því Íslendingar eigi möguleika á að ná betri samningum en þeir. Hins vegar verði annað upp á tengingnum ef Norðmenn ganga inn í Evrópusambandið á undan. Þá verði erfiðara fyrir Íslendinga að fá betri samning en Norðmenn en það sé nauðsynlegt þar sem hagsmunir Íslendinga og sérstaða sé miklu meiri. Jafnaðarmannaleiðtogarnir verða í Viðey hluta úr degi þar sem haldinn er blaðamannafundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira