Vilja öll Norðurlönd í ESB 8. ágúst 2004 00:01 Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna funduðu í Viðey um helgina. Þeir stefna að því að öll ríki Norðurlandanna verði hluti af Evrópusambandinu og að þróaðar verði hugmyndir um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, ekki síst vegna hagsmuna Íslendinga. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og formaður danskra jafnaðarmanna, auk fulltrúa Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Sérstaklega var rætt um aðild landanna að Evrópusambandinu og í ályktun fundarins segir að Norðurlöndin öll skuli í framtíðinni vera hluti af sambandinu. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru einu Norðurlöndin sem þegar hafa aðild, en Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar segir eitt helsta ágæti aðildarinnar vera þau pólitísku áhrif sem hægt sé að hafa innan þess. Íslendingar or Norðmenn þurfi nú þegar að fylgja ákvörðunum sem teknar séu í Brussel . Svíar séu hinsvegar við samningaborðið og hafi því lýðræðisleg áhrif og aðgang að þekkingu frá öllu Evrópusambandinu. Helsti ásteytingarsteinn þegar kemur að aðild Íslands snýst um yfirráðarrétt á fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar. Fiskimið Norðmanna, sem líka eiga olíu, skipta ekki jafnmiklu máli út frá hagfræðisjónarmiðum, en gætu þó haft úrslitaþýðingu, komi til þess að Norðmenn kjósi enn á ný um aðild að sambandinu. Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs segir að þó fiskauðlindir séu mikilvægar fyrir Noreg og Danmörku séu þau enn mikilvægari fyrir Ísland þar sem sjávarútvegur er stærri hluti af efnahagnum og iðnaðinum. Hann segir þó að ef stuðningur fyrir aðild fæst innan sjávarútvegsins í Noregi verði meirihluti fyrir aðild í Noregi, þannig að aðild veltur mikið á sjávarútveginum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sér þó ekki ástæðu til að Ísland þurfi sérstaka undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins og telur rétt að huga að aðildarumsókn á næstunni. Hann telur að hægt verði að leysa öll vandamál í samskiptum Evrópusambandsins og Íslands hvað fiskveiði varðar, með aðlögun að fiskveiðistefnunni. Ísland þurfi engar undanþágur en þessi aðlögun feli einungis í sér að menn geti gert svipað og gert hafi verið í Miðjarðarhafinu þar sem er önnu fiskveiðistefna heldur en annars staðar innan sambandsins. Hann vill að tekið verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðaustur Atlantshafi, sem myndi auðvelda Íslendingum inngöngu ef sú ákvörðun yrði tekin. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna funduðu í Viðey um helgina. Þeir stefna að því að öll ríki Norðurlandanna verði hluti af Evrópusambandinu og að þróaðar verði hugmyndir um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, ekki síst vegna hagsmuna Íslendinga. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og formaður danskra jafnaðarmanna, auk fulltrúa Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Sérstaklega var rætt um aðild landanna að Evrópusambandinu og í ályktun fundarins segir að Norðurlöndin öll skuli í framtíðinni vera hluti af sambandinu. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru einu Norðurlöndin sem þegar hafa aðild, en Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar segir eitt helsta ágæti aðildarinnar vera þau pólitísku áhrif sem hægt sé að hafa innan þess. Íslendingar or Norðmenn þurfi nú þegar að fylgja ákvörðunum sem teknar séu í Brussel . Svíar séu hinsvegar við samningaborðið og hafi því lýðræðisleg áhrif og aðgang að þekkingu frá öllu Evrópusambandinu. Helsti ásteytingarsteinn þegar kemur að aðild Íslands snýst um yfirráðarrétt á fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar. Fiskimið Norðmanna, sem líka eiga olíu, skipta ekki jafnmiklu máli út frá hagfræðisjónarmiðum, en gætu þó haft úrslitaþýðingu, komi til þess að Norðmenn kjósi enn á ný um aðild að sambandinu. Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs segir að þó fiskauðlindir séu mikilvægar fyrir Noreg og Danmörku séu þau enn mikilvægari fyrir Ísland þar sem sjávarútvegur er stærri hluti af efnahagnum og iðnaðinum. Hann segir þó að ef stuðningur fyrir aðild fæst innan sjávarútvegsins í Noregi verði meirihluti fyrir aðild í Noregi, þannig að aðild veltur mikið á sjávarútveginum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sér þó ekki ástæðu til að Ísland þurfi sérstaka undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins og telur rétt að huga að aðildarumsókn á næstunni. Hann telur að hægt verði að leysa öll vandamál í samskiptum Evrópusambandsins og Íslands hvað fiskveiði varðar, með aðlögun að fiskveiðistefnunni. Ísland þurfi engar undanþágur en þessi aðlögun feli einungis í sér að menn geti gert svipað og gert hafi verið í Miðjarðarhafinu þar sem er önnu fiskveiðistefna heldur en annars staðar innan sambandsins. Hann vill að tekið verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðaustur Atlantshafi, sem myndi auðvelda Íslendingum inngöngu ef sú ákvörðun yrði tekin.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira