Innlent

Heimdallur vill álit umboðsmanns

MYND/Vísir
Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, hvetur umboðsmann Alþingis til að skoða hvort samantekt skattstjóra á listum yfir hæstu skattgreiðendur standist lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Stjórn Heimdalls segir að engin skýr lagaheimild sé fyrir birtingu álagningaskránna en ekkert sé heldur sem banni birtinguna sérstaklega með lögum. Heimdallur hefur barist fyrir að birtingu álagningaskránna verði hætt um árabil og lögðu ungir þingmenn Sjálfstæðisflokks fram frumvarp þess efnis í vor. Frumvarpið náði ekki fram að ganga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×