Menning

Ólöglegar lýtaaðgerðir

Kona hefur verið handtekin í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir að stunda lýtalækningar án lækningaleyfis en hún er sögð hafa sprautað sílikoni í brjóst og mjaðmir kvenna sem fastar eru í karlmannslíkama. Verna Barnett, 45 ára, sem var þekkt einungis af fyrra nafni sínu í hópi dragdrottninga og kynskiptinga sem voru viðskiptavinir hennar, framkvæmdi aðgerðirnar á heimili sínu í Norcross. Lögreglumenn fundu skoðunarherbergi í kjallaranum á heimili konunnar með nuddbekk. Þá fundu þeir staðdeyfingarlyf, sárabindi, nálar og þrjá stóra dunka með sílikoni. Tveir dunkarnir vógu 20 kíló hvor, en sá þriðji var hálftómur. Rannsakendur segja að Barnett hafi tekið 1.200 dali fyrir brjóstastækkun og 500 dali fyrir mjaðmir. Viðskiptavinum var ráðlagt að klæðast sérstökum brjóstahaldara eftir aðgerðina svo að sílikonið næði brjóstalögun þegar það harðnaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×