Starfsfólk undir miklu álagi 14. ágúst 2004 00:01 "Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
"Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira