Ákvörðun Davíðs eðlileg 15. ágúst 2004 00:01 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent