Menning

Vinnuvélanámskeið

Það er mikil þörf á svona námskeiðum, ekki síst þegar mikið er um framkvæmdir í landinu eins og núna," segir Knútur Halldórsson um vinnuvélanámskeið sem hefst hjá Öku- og vinnuvélaskólanum þann 20. ágúst að Þarabakka 3 (Mjóddinni). Að hans sögn er bóklegi þátturinn kenndur á þessum námskeiðum. Farið er yfir lög og reglugerðir um vinnuvélar og vinnuvernd, líkamsbeitingu og allt sem snýr að vélum og tækjum, þar með talið öryggisþáttinn en verkleg kennsla fer fram bæði innan skólans og ekki síður hjá hinum ýmsu verktökum. Knútur segir skólann setja upp námskeið af og til bæði hér í borginni og úti á landsbyggðinni, þau séu 80 kennslustundir og taki þrjár helgar. Aðsókn sé góð, karlmenn séu enn í meirihluta en kvenþjóðin sæki á.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×