Árni víki úr ríkisstjórn 18. ágúst 2004 00:01 Formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði segir að Árni Magnússon eigi að víkja þegar ráðherrum Framsóknarflokksins verður fækkað um einn þann fimmtánda september. Sjálfur segir Árni að ákvörðunin sé þingflokksins og hann muni hlíta henni þegar þar að kemur. Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði sendi í dag frá sér ályktun þar sem skorað var á formann Framsóknarflokksins og þingflokk framsóknarmanna að taka tillit til þess að Siv Friðleifsdóttir hafi flest atkvæði á bak við sig af þingmönnum flokksins, þegar gerðar verða breytingar á ráðherraliði flokksins þann 15. september næstkomandi. Ingvar Kristinsson, formaður fulltrúaráðsins, segir að eðlilegast sé að Árni Magnússon víki úr ráðherrastóli. Hann standi veikar en Siv með tilliti til síðustu kosninga, þrátt fyrir að hann sé að gera ágætis hluti í félagsmálaráðuneytinu að sögn Ingvars. Einhver verði hins vegar að víkja. Ingvar segir Framsóknarflokkinn hafa fengið mjög góða kosningu í Suðvesturkjördæmi og því væri það mjög bagalegt fyrir starf flokksins í kjördæminu ef Siv, sem er 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, yrði látin víkja. Um yfirlýsingar Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, frá því í gær um að rétt væri að ræða málið innan flokksins en ekki í fjölmiðlum, segir Ingvar að Hjálmari sem þingflokksformanni finnist sjálfsagt óþægilegt að menn komi ábendingum þannig til skila til flokksins. Ingvar segir hvern og einn framsóknarmann hins vegar ekki geta stormað á fund Hjálmars. Í viðtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir sagði Árni sjálfur að hann léti þrýsting af þessu tagi ekki á sig fá. Það væri þingflokksins að taka ákvörðun og hann myndi hlíta niðurstöðunni, hver svo sem hún yrði þegar þar að kæmi. Hægt er að hlusta á viðtal við Ingvar Kristinsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði segir að Árni Magnússon eigi að víkja þegar ráðherrum Framsóknarflokksins verður fækkað um einn þann fimmtánda september. Sjálfur segir Árni að ákvörðunin sé þingflokksins og hann muni hlíta henni þegar þar að kemur. Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði sendi í dag frá sér ályktun þar sem skorað var á formann Framsóknarflokksins og þingflokk framsóknarmanna að taka tillit til þess að Siv Friðleifsdóttir hafi flest atkvæði á bak við sig af þingmönnum flokksins, þegar gerðar verða breytingar á ráðherraliði flokksins þann 15. september næstkomandi. Ingvar Kristinsson, formaður fulltrúaráðsins, segir að eðlilegast sé að Árni Magnússon víki úr ráðherrastóli. Hann standi veikar en Siv með tilliti til síðustu kosninga, þrátt fyrir að hann sé að gera ágætis hluti í félagsmálaráðuneytinu að sögn Ingvars. Einhver verði hins vegar að víkja. Ingvar segir Framsóknarflokkinn hafa fengið mjög góða kosningu í Suðvesturkjördæmi og því væri það mjög bagalegt fyrir starf flokksins í kjördæminu ef Siv, sem er 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, yrði látin víkja. Um yfirlýsingar Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, frá því í gær um að rétt væri að ræða málið innan flokksins en ekki í fjölmiðlum, segir Ingvar að Hjálmari sem þingflokksformanni finnist sjálfsagt óþægilegt að menn komi ábendingum þannig til skila til flokksins. Ingvar segir hvern og einn framsóknarmann hins vegar ekki geta stormað á fund Hjálmars. Í viðtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir sagði Árni sjálfur að hann léti þrýsting af þessu tagi ekki á sig fá. Það væri þingflokksins að taka ákvörðun og hann myndi hlíta niðurstöðunni, hver svo sem hún yrði þegar þar að kæmi. Hægt er að hlusta á viðtal við Ingvar Kristinsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira