Sagðist verða flokknum erfið 18. ágúst 2004 00:01 Siv Friðleifsdóttir hótaði því á fundi með þingkonum Framsóknarflokksins í janúar að ef hún missti ráðherrastólinn yrði hún ekki lengur hluti af liðsheildinni í flokknum. Þingflokksfundur hefur verið ákveðinn á morgun. Þá verður ákveðið hver Framsóknarráðherranna sex fær að verða óbreyttur þingmaður á ný 15. september. Þrír eru taldir koma til greina, Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir og Árni Magnússon. Árni var síðastur Framsóknarmanna inn á þing en þykir þó ekki líklegur til að hætta sem ráðherra. Jón Kristjánsson þykir hafa unnið fyrir sínum stóli og vaxið í erfiðu starfi. Þá er Siv eftir, en hún er ritari flokksins, er með flest atkvæði allra Framsóknarmanna að baki sér og svo er hún kona. Sem kunnugt er hafa Framsóknarkonur látið í sér heyra undanfarið til að láta í ljós andstöðu við hugmyndir um að konum í ráðherraliði flokksins verði fækkað. Fréttastofan hefur rætt við mjög marga úr þingflokkinum í dag og eru skoðanir nokkuð skiptar þótt flestir séu á því að réttast sé að Siv fari. Þingmenn hafa fengið tækifæri til að ræða við formanninn undanfarna daga og mun hann á morgun leggja fram tillögu sem farsæl er fyrir flokkinn eins og það var orðað við fréttastofu í dag. Enginn þingmanna Framsóknarflokks var reiðubúinn að láta hafa nokkuð eftir sér varðandi málið í dag, en greinilegt er að óvissan hefur skapað töluverða togstreitu. Það telja aftur margir að flokkurinn megi alls ekki við nú þegar Halldór er að fara að taka við forsæti ríkisstjórnarinnar. Þrjá þingmenn þarf til að fella stjórnina og hafa menn talað um að ekki dugi að fjölga óvissuþáttum um of. Siv hótaði því á fundi með öðrum þingkonum flokksins í janúar að hún yrði flokknum erfið á þingi yrði henni sparkað úr ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing féll að sögn í grýttan jarðveg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir hótaði því á fundi með þingkonum Framsóknarflokksins í janúar að ef hún missti ráðherrastólinn yrði hún ekki lengur hluti af liðsheildinni í flokknum. Þingflokksfundur hefur verið ákveðinn á morgun. Þá verður ákveðið hver Framsóknarráðherranna sex fær að verða óbreyttur þingmaður á ný 15. september. Þrír eru taldir koma til greina, Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir og Árni Magnússon. Árni var síðastur Framsóknarmanna inn á þing en þykir þó ekki líklegur til að hætta sem ráðherra. Jón Kristjánsson þykir hafa unnið fyrir sínum stóli og vaxið í erfiðu starfi. Þá er Siv eftir, en hún er ritari flokksins, er með flest atkvæði allra Framsóknarmanna að baki sér og svo er hún kona. Sem kunnugt er hafa Framsóknarkonur látið í sér heyra undanfarið til að láta í ljós andstöðu við hugmyndir um að konum í ráðherraliði flokksins verði fækkað. Fréttastofan hefur rætt við mjög marga úr þingflokkinum í dag og eru skoðanir nokkuð skiptar þótt flestir séu á því að réttast sé að Siv fari. Þingmenn hafa fengið tækifæri til að ræða við formanninn undanfarna daga og mun hann á morgun leggja fram tillögu sem farsæl er fyrir flokkinn eins og það var orðað við fréttastofu í dag. Enginn þingmanna Framsóknarflokks var reiðubúinn að láta hafa nokkuð eftir sér varðandi málið í dag, en greinilegt er að óvissan hefur skapað töluverða togstreitu. Það telja aftur margir að flokkurinn megi alls ekki við nú þegar Halldór er að fara að taka við forsæti ríkisstjórnarinnar. Þrjá þingmenn þarf til að fella stjórnina og hafa menn talað um að ekki dugi að fjölga óvissuþáttum um of. Siv hótaði því á fundi með öðrum þingkonum flokksins í janúar að hún yrði flokknum erfið á þingi yrði henni sparkað úr ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing féll að sögn í grýttan jarðveg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira