Árni verði áfram 19. ágúst 2004 00:01 Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Ólgan innan Framsóknarflokksins vegna yfirvofandi fækkunar í ráðherraliði flokksins heldur áfram. Í lok apríl síðastliðnum óskaði stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, vegna málsins þar sem færa átti rök fyrir því að Siv Friðleifsdóttir yrði ekki látin víkja úr ráðherraliði flokksins 15. september. Formaðurinn hefur ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að liðnir séu tæpir fjórir mánuðir. Fleiri aðildarfélög Framsóknarflokksins hafa látið í sér heyra upp á síðkastið þar sem lýst er yfir stuðningi við Siv, eða að minnsta kosti farið fram á að konum í ráðherraliði flokksins fækki ekki. Í morgun sendi stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi - suður frá sér ályktun í þessa veru og á svipuðum nótum voru ályktun frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í gær og heilsíðuauglýsing sem fjörutíu framsóknarkonur stóðu fyrir á þriðjudaginn. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður segja hins vegar að það sé Árni Magnússon sem alls ekki megi víkja. Gestur Gestsson, formaður stjórnar Framsóknarfélagsins í Reykjavík - norður, segir að Árni sé búinn að standa sig vel og ætti því að halda áfram sem ráðherra. Á sama máli er Þorlákur Björnsson, formaður Kjördæmissambands flokksins í kjördæminu. Hann segir að ef það sé krafa framsóknarkvenna að Árni víki þá sé það ekki sanngjörn krafa því hann sé mjög hæfur stjórnmálamaður og hafi verið afskaplega duglegur frá því hann kom í félagsmálaráðuneytið. Aðspurður hver eigi þá að fara segist Þorlákur ekkert vilja segja um það en hann kveðst ekki vilja vera í sporum Halldórs Ásgrímssonar. Hægt er að hlusta á viðtal við Þorlák Björnsson, formann Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - norður, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Ólgan innan Framsóknarflokksins vegna yfirvofandi fækkunar í ráðherraliði flokksins heldur áfram. Í lok apríl síðastliðnum óskaði stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, vegna málsins þar sem færa átti rök fyrir því að Siv Friðleifsdóttir yrði ekki látin víkja úr ráðherraliði flokksins 15. september. Formaðurinn hefur ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að liðnir séu tæpir fjórir mánuðir. Fleiri aðildarfélög Framsóknarflokksins hafa látið í sér heyra upp á síðkastið þar sem lýst er yfir stuðningi við Siv, eða að minnsta kosti farið fram á að konum í ráðherraliði flokksins fækki ekki. Í morgun sendi stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi - suður frá sér ályktun í þessa veru og á svipuðum nótum voru ályktun frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í gær og heilsíðuauglýsing sem fjörutíu framsóknarkonur stóðu fyrir á þriðjudaginn. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður segja hins vegar að það sé Árni Magnússon sem alls ekki megi víkja. Gestur Gestsson, formaður stjórnar Framsóknarfélagsins í Reykjavík - norður, segir að Árni sé búinn að standa sig vel og ætti því að halda áfram sem ráðherra. Á sama máli er Þorlákur Björnsson, formaður Kjördæmissambands flokksins í kjördæminu. Hann segir að ef það sé krafa framsóknarkvenna að Árni víki þá sé það ekki sanngjörn krafa því hann sé mjög hæfur stjórnmálamaður og hafi verið afskaplega duglegur frá því hann kom í félagsmálaráðuneytið. Aðspurður hver eigi þá að fara segist Þorlákur ekkert vilja segja um það en hann kveðst ekki vilja vera í sporum Halldórs Ásgrímssonar. Hægt er að hlusta á viðtal við Þorlák Björnsson, formann Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - norður, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent