Afreksmaður á Laugardalsvelli 19. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hug að stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana -- jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður framkvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Líklega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi -- þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum nægjanlega, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum -- hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sanngjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjáanlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur okkur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi -- sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menningarnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur -- en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var einhver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar líklega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt -- en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast -- að ekkert gerist. Allt þar til að mönnum eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér fullkomlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun