Siv hverfur úr ríkisstjórn 19. ágúst 2004 00:01 Siv Friðleifsdóttir hverfur úr ríkisstjórn 15. september. Hún er ekki sátt við það og telur ákvörðun þingflokksins brjóta í bága við nær öll möguleg viðmið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, boðar frekari breytingar á ráðherraliði flokksins vorið 2006. Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman síðdegis til að ákveða formlega hver ráðherranna sex skyldi víkja þegar Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu. Fundurinn var ekki langur enda niðurstaða svo sem ákveðin fyrirfram; Siv Friðleifsdóttir verður óbreyttur þingmaður á ný. Halldór Ásgrímsson segist jafnframt hafa tjáð þingflokknum að a.m.k. ári áður en kjörtímabilinu lýkur muni hann gera tillögu um breytingu á ríkisstjórninni af hálfu Framsóknarflokksins, ef hann fengi til þess stuðnings þingflokksins. Það hafi hins vegar ekkert verið ákveðið nánar í því sambandi. Halldór segir ríkisstjórnina munu sakna Sivjar en það hafi verið ákvörðun þingflokksins á sínum tíma að sækjast eftir því að leiða ríkisstjórnina og því hafi lengi legið fyrir að fækka þyrfti í ráðherraliðinu. Formaðurinn segir Framsóknarflokkinn vænta mikils af Siv, hún hafi staðið sig frábærlega vel þau fimm ár sem hún hafi gegnt embætti umhverfisráðherra og muni vinna áfram á vettvangi þingsins og flokksins þar sem kraftar hennar muni nýtast vel. Aðspurður um hvernig atkvæði féllu á þingflokksfundinum segir Halldór það aldrei upplýst í þessu sambandi en segir ágæta samstöðu hafa ríkt um niðurstöðuna. Spurður hvernig Halldór réttlæti að Siv sé látin fara þegar hún hafi staðið sig jafnvel og hann segir, og með hliðsjón af því að hún hafi meiri reynslu en til dæmis Árni Magnússon félagsmálaráðherra, segir Halldór mörg sjónarmið koma til álita í þessu sambandi. Hann hljóti að gera tillögu um hvernig flokkurinn skipi til verka með það í huga að hann geti skilað sem bestu starfi, og þetta sé hans tillaga á þessum tímapunkti. Siv sagði eftir fundinn að hún hefði gjarnan viljað halda áfram í ríkisstjórninni en niðurstaðan hafi verið önnur að þessu sinni. Hún segir niðurstöðuna vera þvert á samþykktir helstu stofnana Framsóknarflokksins, til að mynda flokksþingsins, Framsóknarkvenna og ungliðahreyfingarinnar, og hún hafi ekki verið sú sem Framsóknarmenn í kjördæmi Sivjar, Suðvesturkjördæmi, hafi viljað sjá. Jafnframt sé niðurstaðan þvert á allar þær almennu hefðir sem miðað sé við þegar ráðherrar eru valdir og því telur Siv alveg ljóst að í framhaldinu þurfi að efla alla jafnréttisumræðu í landinu. Hún segir nýjan dag koma eftir þennan dag og hún sé ekki að hætta í stjórnmálum. Aðspurð hvort hún telji sig eiga afturkvæmt í ríkisstjórn segist Siv trúa að hún eigi möguleika á því. Fæsti virðast eiga von á því að þessi deila undanfarna daga og vikur muni skaða Framsóknarflokkinn til frambúðar, enda vita allir sem er að það þýðir ekkert að vera sérstaklega óþægur ef maður vill verða ráðherra síðar meir. Enginn þingmaður Framsóknarflokksins vildi segja hvort hann hafi greitt atkvæði með tillögu Halldórs Ásgrímssonar, nema Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Hann segist hafa gert það því hann hafi stutt hana. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir þannig að ekki er viturlegt að draga neinar ályktanir af þeirri gleðistund átta Framsóknarþingmanna sem þeir áttu á kaffihúsi eftir fundinn í dag. Þar voru allir þingmenn flokksins utan Jónínu Bjartmarz, Kristins H. Gunnarssonar, Sivjar Friðleifsdóttur og formannsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir hverfur úr ríkisstjórn 15. september. Hún er ekki sátt við það og telur ákvörðun þingflokksins brjóta í bága við nær öll möguleg viðmið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, boðar frekari breytingar á ráðherraliði flokksins vorið 2006. Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman síðdegis til að ákveða formlega hver ráðherranna sex skyldi víkja þegar Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu. Fundurinn var ekki langur enda niðurstaða svo sem ákveðin fyrirfram; Siv Friðleifsdóttir verður óbreyttur þingmaður á ný. Halldór Ásgrímsson segist jafnframt hafa tjáð þingflokknum að a.m.k. ári áður en kjörtímabilinu lýkur muni hann gera tillögu um breytingu á ríkisstjórninni af hálfu Framsóknarflokksins, ef hann fengi til þess stuðnings þingflokksins. Það hafi hins vegar ekkert verið ákveðið nánar í því sambandi. Halldór segir ríkisstjórnina munu sakna Sivjar en það hafi verið ákvörðun þingflokksins á sínum tíma að sækjast eftir því að leiða ríkisstjórnina og því hafi lengi legið fyrir að fækka þyrfti í ráðherraliðinu. Formaðurinn segir Framsóknarflokkinn vænta mikils af Siv, hún hafi staðið sig frábærlega vel þau fimm ár sem hún hafi gegnt embætti umhverfisráðherra og muni vinna áfram á vettvangi þingsins og flokksins þar sem kraftar hennar muni nýtast vel. Aðspurður um hvernig atkvæði féllu á þingflokksfundinum segir Halldór það aldrei upplýst í þessu sambandi en segir ágæta samstöðu hafa ríkt um niðurstöðuna. Spurður hvernig Halldór réttlæti að Siv sé látin fara þegar hún hafi staðið sig jafnvel og hann segir, og með hliðsjón af því að hún hafi meiri reynslu en til dæmis Árni Magnússon félagsmálaráðherra, segir Halldór mörg sjónarmið koma til álita í þessu sambandi. Hann hljóti að gera tillögu um hvernig flokkurinn skipi til verka með það í huga að hann geti skilað sem bestu starfi, og þetta sé hans tillaga á þessum tímapunkti. Siv sagði eftir fundinn að hún hefði gjarnan viljað halda áfram í ríkisstjórninni en niðurstaðan hafi verið önnur að þessu sinni. Hún segir niðurstöðuna vera þvert á samþykktir helstu stofnana Framsóknarflokksins, til að mynda flokksþingsins, Framsóknarkvenna og ungliðahreyfingarinnar, og hún hafi ekki verið sú sem Framsóknarmenn í kjördæmi Sivjar, Suðvesturkjördæmi, hafi viljað sjá. Jafnframt sé niðurstaðan þvert á allar þær almennu hefðir sem miðað sé við þegar ráðherrar eru valdir og því telur Siv alveg ljóst að í framhaldinu þurfi að efla alla jafnréttisumræðu í landinu. Hún segir nýjan dag koma eftir þennan dag og hún sé ekki að hætta í stjórnmálum. Aðspurð hvort hún telji sig eiga afturkvæmt í ríkisstjórn segist Siv trúa að hún eigi möguleika á því. Fæsti virðast eiga von á því að þessi deila undanfarna daga og vikur muni skaða Framsóknarflokkinn til frambúðar, enda vita allir sem er að það þýðir ekkert að vera sérstaklega óþægur ef maður vill verða ráðherra síðar meir. Enginn þingmaður Framsóknarflokksins vildi segja hvort hann hafi greitt atkvæði með tillögu Halldórs Ásgrímssonar, nema Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Hann segist hafa gert það því hann hafi stutt hana. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir þannig að ekki er viturlegt að draga neinar ályktanir af þeirri gleðistund átta Framsóknarþingmanna sem þeir áttu á kaffihúsi eftir fundinn í dag. Þar voru allir þingmenn flokksins utan Jónínu Bjartmarz, Kristins H. Gunnarssonar, Sivjar Friðleifsdóttur og formannsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent