Framsóknarkonur grípa til aðgerða 20. ágúst 2004 00:01 Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent