Guðni vildi ekki víkja Siv 23. ágúst 2004 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir þá ákvörðun þingflokksins að Siv Friðleifsdóttir skyldi víkja úr ríkisstjórn hafa valdið mikilli ólgu innan flokksins. Hann leggur áherslu á að þetta hafi ekki verið sú leið sem hann vildi fara. Siv Friðleifsdóttir var ekki valin til áframhaldandi setu í ríkisstjórninni á fundi þingflokks Framsóknarflokksins á fimmtudaginn. Sú ákvörðun að hún skyldi vera látin víkja fimmtánda september í skiptum fyrir forsætisráðuneytið hefur valdið reiði meðal margra Framsóknarmanna. Flestar konur telja að það sé gengið fram hjá hæfri konu og ýmsir segja að völdin í flokknum séu að færast á hendur fárra einkavina Halldórs Ásgrímssonar. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við að gagnrýni sé sögð beinast gegn flokksforystunni því Siv sé hluti af henni. Hún sé ritari flokksins og sitji því í forystunni ásamt Guðna og Halldóri. Hann segir málið snúast um það að Halldór hafi lagt fram tillögu um að Siv skyldi víkja, eftir að hann hafi rætt við alla þingmenn flokksins. Guðni segir tillöguna svo hafa verið samþykkta eins og alltaf í þessum efnum. Guðni segir hin hörðu viðbrögð við brottvikningu Sivjar ekki hafa komið sér á óvart vegna hinnar sterku jafnréttisáætlunar flokksins. Hann segir Siv ungan og glæsilegan ráðherra sem hafi staðið sig vel og því séu miklar tilfinningar í málinu. Aðspurður hvort hann sé á því að ákvörðunin um að víkja Siv úr ríkisstjórninni hafi verið rétt segir Guðni að þurft hafi að leita að niðurstöðu sem ekki væri aðeins til að sætta þingflokkinn, heldur gæti gengið í flokkinn allan sem sáttatillaga. Því miður hafi það ekki verið raunin og því mikilvægt að leita nú leiða til sátta. Spurður hvort hann sé þar með að segja að ekki hafi verið rétt að víkja Siv úr ríkisstjórninni segist Guðni fyrst og fremst vera að segja að tillagan hafi ekki verið hans. Hún hafi komið frá Halldóri Ásgrímssyni og óþekkt sé annað en að stuðningur sé við tillögu formannsins. Hann segir að hins vegar hefði ennfremur þurft að leita tillögu sem flokksheildin væri sátt við. Aðspurður hvort hann hafi stutt tillögu formannsins segir Guðni svo vera. Sú kenning hefur verið viðruð opinberlega að Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem búsettur er í Hveragerði, hafi augastað á fyrsta sæti lista flokksins í Suðurkjördæmi og jafnvel varaformannsembættinu. Guðni Ágústsson leiðir sem kunnugt er lista Framsóknar í Suðurkjördæmi og hann er líka varaformaður flokksins. Hann segist ekki telja neinar líkur á því að Árni ætli í „heilagt stríð“ við sig. Þeir séu samherjar í flokknum og það megi segja að félagsmálaráðherra hafi upphaflega komið inn í stjórnmál fyrir tilstilli Guðna. Aðspurður hvort honum finnist að sín staða innan Framsóknarflokksins hafi veikst eftir að ákvörðunin um brottvikningu Sivjar hafi verið tekin segist Guðni ekki telja það. Allar skoðanakannanir frá því hann varð varaformaður og ráðherra hafi sýnt að staða hans sé mjög sterk. Að sögn Guðna er mikil ólga innan flokksins og nú sé því tímabært að setjast niður, marka skýra áætlun til framtíðar og hlusta á allar raddir innan Framsóknarflokksins. Spurður hvort hann hafi lagt fram aðra tillögu en að víkja Siv úr ríkissstjórn, meðal annars til að koma hugsanlega í veg fyrir nefnda ólgu, segist Guðni hafa átt trúnaðarsamtal við Halldór Ásgrímsson en hann vildi ekki gefa upp hvað þeim fór á milli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir þá ákvörðun þingflokksins að Siv Friðleifsdóttir skyldi víkja úr ríkisstjórn hafa valdið mikilli ólgu innan flokksins. Hann leggur áherslu á að þetta hafi ekki verið sú leið sem hann vildi fara. Siv Friðleifsdóttir var ekki valin til áframhaldandi setu í ríkisstjórninni á fundi þingflokks Framsóknarflokksins á fimmtudaginn. Sú ákvörðun að hún skyldi vera látin víkja fimmtánda september í skiptum fyrir forsætisráðuneytið hefur valdið reiði meðal margra Framsóknarmanna. Flestar konur telja að það sé gengið fram hjá hæfri konu og ýmsir segja að völdin í flokknum séu að færast á hendur fárra einkavina Halldórs Ásgrímssonar. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við að gagnrýni sé sögð beinast gegn flokksforystunni því Siv sé hluti af henni. Hún sé ritari flokksins og sitji því í forystunni ásamt Guðna og Halldóri. Hann segir málið snúast um það að Halldór hafi lagt fram tillögu um að Siv skyldi víkja, eftir að hann hafi rætt við alla þingmenn flokksins. Guðni segir tillöguna svo hafa verið samþykkta eins og alltaf í þessum efnum. Guðni segir hin hörðu viðbrögð við brottvikningu Sivjar ekki hafa komið sér á óvart vegna hinnar sterku jafnréttisáætlunar flokksins. Hann segir Siv ungan og glæsilegan ráðherra sem hafi staðið sig vel og því séu miklar tilfinningar í málinu. Aðspurður hvort hann sé á því að ákvörðunin um að víkja Siv úr ríkisstjórninni hafi verið rétt segir Guðni að þurft hafi að leita að niðurstöðu sem ekki væri aðeins til að sætta þingflokkinn, heldur gæti gengið í flokkinn allan sem sáttatillaga. Því miður hafi það ekki verið raunin og því mikilvægt að leita nú leiða til sátta. Spurður hvort hann sé þar með að segja að ekki hafi verið rétt að víkja Siv úr ríkisstjórninni segist Guðni fyrst og fremst vera að segja að tillagan hafi ekki verið hans. Hún hafi komið frá Halldóri Ásgrímssyni og óþekkt sé annað en að stuðningur sé við tillögu formannsins. Hann segir að hins vegar hefði ennfremur þurft að leita tillögu sem flokksheildin væri sátt við. Aðspurður hvort hann hafi stutt tillögu formannsins segir Guðni svo vera. Sú kenning hefur verið viðruð opinberlega að Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem búsettur er í Hveragerði, hafi augastað á fyrsta sæti lista flokksins í Suðurkjördæmi og jafnvel varaformannsembættinu. Guðni Ágústsson leiðir sem kunnugt er lista Framsóknar í Suðurkjördæmi og hann er líka varaformaður flokksins. Hann segist ekki telja neinar líkur á því að Árni ætli í „heilagt stríð“ við sig. Þeir séu samherjar í flokknum og það megi segja að félagsmálaráðherra hafi upphaflega komið inn í stjórnmál fyrir tilstilli Guðna. Aðspurður hvort honum finnist að sín staða innan Framsóknarflokksins hafi veikst eftir að ákvörðunin um brottvikningu Sivjar hafi verið tekin segist Guðni ekki telja það. Allar skoðanakannanir frá því hann varð varaformaður og ráðherra hafi sýnt að staða hans sé mjög sterk. Að sögn Guðna er mikil ólga innan flokksins og nú sé því tímabært að setjast niður, marka skýra áætlun til framtíðar og hlusta á allar raddir innan Framsóknarflokksins. Spurður hvort hann hafi lagt fram aðra tillögu en að víkja Siv úr ríkissstjórn, meðal annars til að koma hugsanlega í veg fyrir nefnda ólgu, segist Guðni hafa átt trúnaðarsamtal við Halldór Ásgrímsson en hann vildi ekki gefa upp hvað þeim fór á milli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira