Sport

Draumaliðið sigraði Angóla

Mikið hefur verið rætt og ritað um árangur Bandaríska Draumaliðsins í körfubolta en liðið hefur ekki sýnt þess nein merki að hin liðin þurfi að vera hrædd. Draumaliðið hefur nú að vísu tryggt sér sæti í átta liða úrslitum en Bandaríkjamenn mættu liði Angóla í síðasta leik forkeppninnar. Tim Duncan var stigahæstur í Draumaliðinu með 15 stig og tók 7 fráköst. Bandaríkjamenn náðu þægilegri 20 stiga forystu sem þeir létu aldrei af hendi og sigurinn var aldrei í hættu. Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×