„Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Aron Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 14:30 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls er klár í komandi úrslitakeppni sem hefst í kvöld í Bónus deild karla. Vísir/Jón Gautur Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður deildarmeistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigurstranglegra liðið gegn Keflavík í fyrstu umferð í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Nýleg úrslit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar. „Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
„Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti