Siv aftur í ríkisstjórn? 23. ágúst 2004 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira