Innlent

Óvissa um skattalækkanir

Ekki liggur endanlega fyrir hvernig staðið verður að skattalækkunum sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Fyrstu drög að fjárlögum fyrir næsta ár voru kynnt á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem enn stóðu yfir rétt fyrir fréttir. Ekki er kveðið á um skattalækkanir í fjárlagapakkanum þar sem málið er ekki frágengið milli stjórnarflokkanna. Fjármálaráðherra segir þó að skattar verði lækkaðir á næsta kjörtímabili líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Ýmislegt hafi komið í veg fyrir að hægt væri að taka ákvörðun um endanlega mynd þeirra skattalækkana sem þar væru kynntar til sögunnar en um leið og ákvörðun liggi fyrir verði hún kynnt sérstaklega.   Fjárlagafrumvarpið sjálft er trúnaðarmál, enn sem komið er, líkt og venja er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×