Sport

Heimsmeistararnir urðu neðstir

Riðlakeppni körfubolta karla lauk á Ólympíuleikunum í gær. Kínverjar sigruðu heimsmeistara Serba, 67-66. Serbar urðu neðstir í A-riðli og spila um 11. sætið. Þetta er versti árangur þeirra á stórmóti frá 1947 þegar Júgóslavar urðu þrettándu á Evrópumeistaramótinu. Bandaríkjamenn urðu að gera sér fjórða sætið í B-riðli að góðu eftir sigur á Angóla, 89-53. Í 8-liða úrslitum mæta þeir Spánverjum sem sigruðu í A-riðli. Litháar sigruðu í B-riðli og keppa við Kínverja í 8-liða úrslitum. Í hinum leikjum 8-liða úrslitanna keppa Grikkland og Argentína og Ítalía og Púertó Ríkó. Í körfuknattleik kvenna sigraði Nígería Suður-Kóreu, 68-64, í leik um 11. sætið. Kínverjar unnu Japana með 82 stigum gegn 63 í leik um níunda sætið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×