Stjórnin deilir um skattalækkun 24. ágúst 2004 00:01 Deilt er um það í ríkisstjórninni hvenær lækka eigi skatta. Framsóknarmenn vilja bíða með að lækka tekjuskatt þar til lengra er liðið á kjörtímabilið en sjálfstæðismenn vilja byrja að lækka hann strax á næsta ári. Stjórnarfrumvarp um skattalækkanir hefur ekki verið kynnt og heimildir fréttastofu herma að ástæðan sé fyrst og fremst ágreiningur forystumanna stjórnarflokkanna um tímasetningar. Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu drög að fjárlögum á fundum sínum í gær en þar voru ekki kynntar til sögunnar væntanlegar skattalækkanir. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram 1. október. Samhliða því mun fjármálaráðherra leggja fram hliðarfrumvörp við fjárlagafrumvarpið, þar á meðal skattafrumvarp. Forystumenn beggja flokka hafa lýst því yfir að staðið verði við öll áform um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sjálfstæðismenn viljað lækka tekjuskattinn strax á næsta ári. Framsóknarmenn hafa viljað standa við skattalækkanir eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum en hallast að því að bíða þar til lengra er liðið á kjörtímabilið. Þeir vilja skoða framhaldið með hliðsjón af velferðarmálum og þróun efnahagsmála en varað hefur verið við lækkun tekjuskatts með tilliti til verðbólgu. Þá hefur einnig verið áherslumunur varðandi fjármagnstekjuskatt en sjálfstæðismenn eru fremur mótfallnir því að hann verði hækkaður og telja að það geti aukið fjárstreymi úr landi. Skattur af fjármagnstekjum er tíu prósent en tekjuskattur er fjörutíu prósent. Alls töldu Íslendingar fram 64 milljarða í fjármagnstekjur í fyrra sem var fjörutíu prósentum meira en árið áður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Deilt er um það í ríkisstjórninni hvenær lækka eigi skatta. Framsóknarmenn vilja bíða með að lækka tekjuskatt þar til lengra er liðið á kjörtímabilið en sjálfstæðismenn vilja byrja að lækka hann strax á næsta ári. Stjórnarfrumvarp um skattalækkanir hefur ekki verið kynnt og heimildir fréttastofu herma að ástæðan sé fyrst og fremst ágreiningur forystumanna stjórnarflokkanna um tímasetningar. Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu drög að fjárlögum á fundum sínum í gær en þar voru ekki kynntar til sögunnar væntanlegar skattalækkanir. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram 1. október. Samhliða því mun fjármálaráðherra leggja fram hliðarfrumvörp við fjárlagafrumvarpið, þar á meðal skattafrumvarp. Forystumenn beggja flokka hafa lýst því yfir að staðið verði við öll áform um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sjálfstæðismenn viljað lækka tekjuskattinn strax á næsta ári. Framsóknarmenn hafa viljað standa við skattalækkanir eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum en hallast að því að bíða þar til lengra er liðið á kjörtímabilið. Þeir vilja skoða framhaldið með hliðsjón af velferðarmálum og þróun efnahagsmála en varað hefur verið við lækkun tekjuskatts með tilliti til verðbólgu. Þá hefur einnig verið áherslumunur varðandi fjármagnstekjuskatt en sjálfstæðismenn eru fremur mótfallnir því að hann verði hækkaður og telja að það geti aukið fjárstreymi úr landi. Skattur af fjármagnstekjum er tíu prósent en tekjuskattur er fjörutíu prósent. Alls töldu Íslendingar fram 64 milljarða í fjármagnstekjur í fyrra sem var fjörutíu prósentum meira en árið áður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira