Framalausar framsóknarkonur? 24. ágúst 2004 00:01 Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Varaþingmaður Halldórs Ásgrímssonar, Guðjón Ólafur Jónsson, fer mikinn í pistli á hrifla.is vegna óánægju framsóknarkvenna með þá ákvörðun formannsins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Hann segir málið einfalt: Siv hafi einfaldlega ekki notið nægilegs trausts í þingflokknum og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Hann segir Halldór hafa rætt við alla þingmennina og í þeim viðtölum hafi komið fram að Siv nyti ekki meiri stuðnings en það að þingflokkurinn vildi alla vega fimm ráðherra frekar en hana. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fær sinn skammt í pistlinum og segir Guðjón hann ekki vera í takt við Framsóknarflokkinn. Hann telur það segja sig sjálft. Guðjón segir að auglýsing framóknarkvenna í síðustu viku hafi endanlega gert vonir Sivjar um frekari ráðherradóm að þessu sinni að engu. Hann segir að með þessu hafi konurnar stillt Halldóri upp við vegg og hann ekki átt annarra kosta völ en að fara að vilja þingflokksins. Þá segir Guðjón að stuðningsmenn Sivjar og Jónínu Bjartmarz hafi hreytt ónotum í Árna Magnússon félagsmálaráðherra eftir að slagurinn hafi tapast. Þetta hafi komið fram í fjölmiðlum í síðustu viku. Guðjón segir að gagnrýnisraddirnar komi úr börkum kvenna sem einhvern tímann, einhvers staðar, hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum. Aðspurður um um hvaða konur sé að ræða segir hann að menn verði að ráða í það sjálfir og að þær konur taki þetta til sín sem eigi. Guðjón segir að lokum að formaður Framsóknarflokksins hafi mátt sæta árásum og hótunum af hálfu samflokksmanna sinna. Spurður hvort hann telji gagnrýni á formann flokksins vera árásir og hótanir segir Guðjón alla gagnrýni vera af hinu góða en hún verði líka að vera málefnaleg. Hann fullyrðir að lokum að allt sem standi í pistli sínum sé satt og rétt og enginn hafi getað hnikað því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Varaþingmaður Framsóknarflokksins segir að þær konur sem aðallega hafi gagnrýnt formann flokksins að undanförnu séu þær sem hafi mistekist að komast til metorða í flokknum. Hann segir að Siv Friðleifsdóttir hafi einfaldlega ekki notið stuðnings þingflokksins og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Varaþingmaður Halldórs Ásgrímssonar, Guðjón Ólafur Jónsson, fer mikinn í pistli á hrifla.is vegna óánægju framsóknarkvenna með þá ákvörðun formannsins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Hann segir málið einfalt: Siv hafi einfaldlega ekki notið nægilegs trausts í þingflokknum og að það hafi ekkert með jafnréttismál að gera. Hann segir Halldór hafa rætt við alla þingmennina og í þeim viðtölum hafi komið fram að Siv nyti ekki meiri stuðnings en það að þingflokkurinn vildi alla vega fimm ráðherra frekar en hana. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fær sinn skammt í pistlinum og segir Guðjón hann ekki vera í takt við Framsóknarflokkinn. Hann telur það segja sig sjálft. Guðjón segir að auglýsing framóknarkvenna í síðustu viku hafi endanlega gert vonir Sivjar um frekari ráðherradóm að þessu sinni að engu. Hann segir að með þessu hafi konurnar stillt Halldóri upp við vegg og hann ekki átt annarra kosta völ en að fara að vilja þingflokksins. Þá segir Guðjón að stuðningsmenn Sivjar og Jónínu Bjartmarz hafi hreytt ónotum í Árna Magnússon félagsmálaráðherra eftir að slagurinn hafi tapast. Þetta hafi komið fram í fjölmiðlum í síðustu viku. Guðjón segir að gagnrýnisraddirnar komi úr börkum kvenna sem einhvern tímann, einhvers staðar, hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum. Aðspurður um um hvaða konur sé að ræða segir hann að menn verði að ráða í það sjálfir og að þær konur taki þetta til sín sem eigi. Guðjón segir að lokum að formaður Framsóknarflokksins hafi mátt sæta árásum og hótunum af hálfu samflokksmanna sinna. Spurður hvort hann telji gagnrýni á formann flokksins vera árásir og hótanir segir Guðjón alla gagnrýni vera af hinu góða en hún verði líka að vera málefnaleg. Hann fullyrðir að lokum að allt sem standi í pistli sínum sé satt og rétt og enginn hafi getað hnikað því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent