Jenni í Brain Police 25. ágúst 2004 00:01 "Ég man ekki mikið eftir kennurunum mínum þar sem ég var alltaf frekar utan við mig í skólanum. En það er einn kennari sem stendur vafalaust uppúr," segir Jens Ólafsson, eða Jenni eins og margir þekkja hann, söngvari hljómsveitarinnar Brain Police og Hot Damn aðspurður um eftirminnilegasta kennarann. "Ég var með kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem kenndi mér sálfræði eina önn. Hann var mjög utan við sig og frekar vandræðilegur alltaf hreint í tímum. Það var mjög skrýtið. Alltaf þegar hann var að skrifa á töfluna með bláum tússpenna þá studdi hann hendinni við töfluna og máði út textann. Síðan þurrkaði hann sér í framan með henni og varð allur blár í framan þar sem höndin var öll út í tússi," segir Jens. Öll höfum við haft kennara sem koma okkur til að hlægja í hverjum tíma en það er alltaf eitt atvik sem stendur upp úr. "Í einum tíma þá tók þessi tiltekni kennari eftir því að hann var með opna buxnaklauf. Í staðinn fyrir að renna upp þá opnaði hann sálfræðibókina sem hann kenndi upp úr og stillti henni upp á kennaraborðinu. Síðan færði hann sig mjög laumulega á bak við bókina og renndi upp buxnaklaufinni. Það var frekar fyndið að vera í tíma hjá honum þar sem allir biðu eftir því að hann gerði eitthvað skemmtilegt. Og hann brást bekknum aldrei í þeim málum," segir Jens og bætir við að hann muni ekkert hvað kennarinn heitir. "Ég man ekkert hvort við kölluðum hann eitthvað sérstakt eða neitt svoleiðis. Hann var ekki með neitt gælunafn held ég." Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Líf og fjör hjá Tiger og Trump Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég man ekki mikið eftir kennurunum mínum þar sem ég var alltaf frekar utan við mig í skólanum. En það er einn kennari sem stendur vafalaust uppúr," segir Jens Ólafsson, eða Jenni eins og margir þekkja hann, söngvari hljómsveitarinnar Brain Police og Hot Damn aðspurður um eftirminnilegasta kennarann. "Ég var með kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem kenndi mér sálfræði eina önn. Hann var mjög utan við sig og frekar vandræðilegur alltaf hreint í tímum. Það var mjög skrýtið. Alltaf þegar hann var að skrifa á töfluna með bláum tússpenna þá studdi hann hendinni við töfluna og máði út textann. Síðan þurrkaði hann sér í framan með henni og varð allur blár í framan þar sem höndin var öll út í tússi," segir Jens. Öll höfum við haft kennara sem koma okkur til að hlægja í hverjum tíma en það er alltaf eitt atvik sem stendur upp úr. "Í einum tíma þá tók þessi tiltekni kennari eftir því að hann var með opna buxnaklauf. Í staðinn fyrir að renna upp þá opnaði hann sálfræðibókina sem hann kenndi upp úr og stillti henni upp á kennaraborðinu. Síðan færði hann sig mjög laumulega á bak við bókina og renndi upp buxnaklaufinni. Það var frekar fyndið að vera í tíma hjá honum þar sem allir biðu eftir því að hann gerði eitthvað skemmtilegt. Og hann brást bekknum aldrei í þeim málum," segir Jens og bætir við að hann muni ekkert hvað kennarinn heitir. "Ég man ekkert hvort við kölluðum hann eitthvað sérstakt eða neitt svoleiðis. Hann var ekki með neitt gælunafn held ég."
Nám Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Líf og fjör hjá Tiger og Trump Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira