Sérverslun með stíl 25. ágúst 2004 00:01 Lakkrísbúðin á Laugavegi er skemmtileg sérverslun sem opnaði í vor. Lakkrísbúðin selur hátísku fatnað eftir erlenda unga framsækna hönnuði og byrjaði nýverið að bjóða einnig upp á íslenska hönnun. Það eru systkinin Þuríður Rún Sigurþórsdóttir og Þór Sigurþórsson ásamt Andreu Maack Pétursdóttur sem eiga og reka Lakkrísbúðina. Þuríður og Þór eru bæði menntuð úr textíl og fatabransanum. Þuríður útskrifaðist frá Central Saint Martins hönnunarskólanum í London fyrir nokkrum árum og Þór kláraði textíl og fatahönnun frá Listháskóla Íslands árið 2002. Andrea er myndlistarnemi við Listháskólann. Þríeykinu fannst vöntun á ferskri hönnun hér á landi og leituðu út fyrir landsteinana og fundu unga spennandi hönnuði sem hafa gert garðinn frægan ytra og eru komnir það langt að flíkurnar þeirra birtast reglulega í helstu tískublöðum heims. Nú þegar fást í Lakkrísbúðinni meðal annars vörur frá Emmu Chook, Peter Jensen og skartgripir frá Yazbukey og von er á fleiri spennandi merkjum. Með stofnun búðarinnar vildu eigendurnir líka skapa vettvang fyrir unga íslenska hönnuði að koma flíkum sínum á framfæri, núna eru Kristín Gunnarsdóttir og Iðunn Andersen með vörur í Lakkrísbúðinni og íslenska hönnunin á eflaust eftir að aukast í nánustu framtíð. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Lakkrísbúðin á Laugavegi er skemmtileg sérverslun sem opnaði í vor. Lakkrísbúðin selur hátísku fatnað eftir erlenda unga framsækna hönnuði og byrjaði nýverið að bjóða einnig upp á íslenska hönnun. Það eru systkinin Þuríður Rún Sigurþórsdóttir og Þór Sigurþórsson ásamt Andreu Maack Pétursdóttur sem eiga og reka Lakkrísbúðina. Þuríður og Þór eru bæði menntuð úr textíl og fatabransanum. Þuríður útskrifaðist frá Central Saint Martins hönnunarskólanum í London fyrir nokkrum árum og Þór kláraði textíl og fatahönnun frá Listháskóla Íslands árið 2002. Andrea er myndlistarnemi við Listháskólann. Þríeykinu fannst vöntun á ferskri hönnun hér á landi og leituðu út fyrir landsteinana og fundu unga spennandi hönnuði sem hafa gert garðinn frægan ytra og eru komnir það langt að flíkurnar þeirra birtast reglulega í helstu tískublöðum heims. Nú þegar fást í Lakkrísbúðinni meðal annars vörur frá Emmu Chook, Peter Jensen og skartgripir frá Yazbukey og von er á fleiri spennandi merkjum. Með stofnun búðarinnar vildu eigendurnir líka skapa vettvang fyrir unga íslenska hönnuði að koma flíkum sínum á framfæri, núna eru Kristín Gunnarsdóttir og Iðunn Andersen með vörur í Lakkrísbúðinni og íslenska hönnunin á eflaust eftir að aukast í nánustu framtíð.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira