Tekjuskattur lækkar um 1 % 26. ágúst 2004 00:01 Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira