Krefst aðgangs að öllum gögnum 28. ágúst 2004 00:01 Helga Jónsdóttir borgarritari krefst aðgangs að öllum gögnum hjá Árna Magnússyni félagsráðherra sem varða á einhvern hátt mat hans eða ráðgjafa hans á umsókn hennar um starf ráðuneytisstjóra. Þá fer Helga fram á skriflegan rökstuðning Árna fyrir ákvörðun hans um skipan í starfið. Árni skipaði, sem kunnugt er, Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræðing í fyrradag. Helga styður kröfu sína um rökstuðning ákvæði stjórnsýslulaga, þar sem segir að aðili máls geti krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega, hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðuninni þegar hún var tilkynnt. Samkvæmt lögum hefur félagsmálaráðherra 14 daga til að skila rökstuðningi frá því að krafa berst. "Frekari umfjöllun mín um málið bíður þess að ég fái rökstuðning ráðherra í hendur," sagði Helga. en hún á þann kost að kæra skipunina til umboðsmanns Alþingis eða að fara með hana beint fyrir dómstóla. Undrun og hneykslan ríkir innan raða framsóknarmanna eftir að Árni kunngerði val sitt og skipan í stöðuna, að því er fram kom í viðtölum blaðsins í gær. Helga er af grónum flokksættum og flokksbræður hennar sem blaðið ræddi við voru á einu máli um að þeir hefðu talið fullvíst að hún fengi stöðuna, ekki síst í ljósi menntunar og margþættrar reynslu af störfum í stjórnsýslunni. "Ég varð afar undrandi þegar ég heyrði þetta," sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, um skipanina. "Jafnframt vil ég segja að ég þekki þarna fjölmarga umsækjendur sem allir eru afskaplega hæfir. En þegar ég sá nafn Helgu meðal þeirra hugsaði ég að ekki væri hægt að ganga fram hjá slíkri manneskju." Aðrir viðmælendur blaðsins tóku í sama streng og Sigrún. Árni ræddi við þrjá umsækjendur áður en hann valdi í starfið. Þeir voru Helga, Ragnhildur og Hermann Sæmundsson sem gegnt hefur starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu um nokkurt skeið. "Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir og ég tek henni eins og hún liggur fyrir," sagði Hermann. Hann var skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu áður en hann var settur ráðuneytisstjóri, tímabundið. "Það liggur beint við að taka það starf aftur en það kunna að vera fleiri valkostir sem ég er að fara yfir," sagði Hermann og kvaðst sætta sig við að hafa ekki fengið starfið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Helga Jónsdóttir borgarritari krefst aðgangs að öllum gögnum hjá Árna Magnússyni félagsráðherra sem varða á einhvern hátt mat hans eða ráðgjafa hans á umsókn hennar um starf ráðuneytisstjóra. Þá fer Helga fram á skriflegan rökstuðning Árna fyrir ákvörðun hans um skipan í starfið. Árni skipaði, sem kunnugt er, Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræðing í fyrradag. Helga styður kröfu sína um rökstuðning ákvæði stjórnsýslulaga, þar sem segir að aðili máls geti krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega, hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðuninni þegar hún var tilkynnt. Samkvæmt lögum hefur félagsmálaráðherra 14 daga til að skila rökstuðningi frá því að krafa berst. "Frekari umfjöllun mín um málið bíður þess að ég fái rökstuðning ráðherra í hendur," sagði Helga. en hún á þann kost að kæra skipunina til umboðsmanns Alþingis eða að fara með hana beint fyrir dómstóla. Undrun og hneykslan ríkir innan raða framsóknarmanna eftir að Árni kunngerði val sitt og skipan í stöðuna, að því er fram kom í viðtölum blaðsins í gær. Helga er af grónum flokksættum og flokksbræður hennar sem blaðið ræddi við voru á einu máli um að þeir hefðu talið fullvíst að hún fengi stöðuna, ekki síst í ljósi menntunar og margþættrar reynslu af störfum í stjórnsýslunni. "Ég varð afar undrandi þegar ég heyrði þetta," sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, um skipanina. "Jafnframt vil ég segja að ég þekki þarna fjölmarga umsækjendur sem allir eru afskaplega hæfir. En þegar ég sá nafn Helgu meðal þeirra hugsaði ég að ekki væri hægt að ganga fram hjá slíkri manneskju." Aðrir viðmælendur blaðsins tóku í sama streng og Sigrún. Árni ræddi við þrjá umsækjendur áður en hann valdi í starfið. Þeir voru Helga, Ragnhildur og Hermann Sæmundsson sem gegnt hefur starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu um nokkurt skeið. "Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir og ég tek henni eins og hún liggur fyrir," sagði Hermann. Hann var skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu áður en hann var settur ráðuneytisstjóri, tímabundið. "Það liggur beint við að taka það starf aftur en það kunna að vera fleiri valkostir sem ég er að fara yfir," sagði Hermann og kvaðst sætta sig við að hafa ekki fengið starfið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent