Sport

Argentína - Ítalía í úrslitum

Argentínumenn mæta Ítölum í úrslitaleik í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Aþenu. Argentínumenn sigruðu Bandaríkjamenn í gær, 89-81, þar sem David Ginobili skoraði 29 stig. Ítalir unnu Litháa 100-91. Gianluca Basile var stigahæstur í ítalska liðinu með 31 stig. Grikkland vann Púertó Ríkó 85-75 í leik um 5. sætið og Spánverjar sigruðu Kínverja 92-76 í leik um sjöunda sætið. Paul Gasol skoraði 37 stig fyrir Spánverja. Upptaka af úrslitaleiknum verður sýnd á Sýn klukkan 21:55 í kvöld. Á myndinni sjást Argentínumenn fagna sigrinum á Bandaríkjamönnum í gær



Fleiri fréttir

Sjá meira


×