Ragnhildur sótti um í blálokin 29. ágúst 2004 00:01 "Ég hafði lengi hugleitt að sækja um þetta starf. Það var þó ekki fyrr en það hafði verið auglýst þrisvar að ég lét til skarar skríða," segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, nýskipaður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Hún kveðst hafa fengið auglýsingarnar þrjár, sem birst höfðu, sendar út til Brussel, þar sem hún starfar, og sent síðan inn umsókn. Hún hafi beðið Lögbirtingablaðið um að senda sér þær, en einungis þar var ráðuneytisstjórastaðan auglýst. "Ég kem því algjörlega að borðinu hreinu, eins og hver annar einstaklingur sem hefur hugleitt lengi að sækja um," segir hún og svarar aðspurð að enginn af nánustu samstarfsmönnum félagsmálaráðherra né aðrir slíkir hafi hvatt sig til að sækja um. Ljóst er að Árna Magnússyni félagsmálaráðherra hefur verið vandi á höndum þegar hann réð í starfið. Þrír umsækjenda; Ragnhildur, Helga Jónsdóttir og Hermann Sæmundsson, voru talin hæfust til starfsins. Árni Magnússon félagsmálaráðherra fékk ráðningastofuna Mannafl til aðstoðar við ráðninguna. Margþætt reynsla Hermann, sem starfað hafði sem settur ráðuneytisstjóri um skeið, er gagnkunnugur starfi ráðuneytisins, því hann var skrifstofustjóri þess áður en hann settist tímabundið í stól ráðuneytisstjóra. Telja ýmsir að í raun og veru hefði hann átt að fá starfið. Helga hefur hins vegar langa og margþætta reynslu að baki í stjórnsýslustörfum á vettvangi sveitarstjórnarmála. Í ferilskrá sem hún sendi með umsókn sinni kemur meðal annars fram að hún hefur starfað sem aðstoðarmaður ráðherra tveggja ráðuneyta, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, átt sæti í framkvæmdastjórn Alþjóðabankastofnananna í Washington og svo mætti áfram telja. Nú gegnir hún starfi borgarritara, sem kunnugt er, og er þar með staðgengill borgarstjóra og yfirmaður stjórnsýslu og fjármála borgarinnar. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur að auki sótt margháttuð námskeið og endurmenntunarnámskeið um stjórnun, fjármál, lögfræði, ársreikninga, tölvunotkun og svo mætti áfram telja. Hún þykir hafa verið "klæðskerasniðin" í starf ráðuneytisstjóra félagsmála. En svo var sprengjunni varpað. Hún og Hermann, sem höfðu verið talin langlíklegustu kandídatarnir, voru sett til hliðar en Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur ráðin. Þessi ákvörðun félagsmálaráðherra olli fjaðrafoki. Menn spurðu hvers vegna. Eflaust eru nokkrar ástæður sem liggja að baki ákvörðunar Árna Magnússonar. Helga Jónsdóttir starfaði í stjórnarráðinu við hlið Steingríms Hermannssonar. Hann og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, eru ekki jábræður í dag. Að minnsta kosti hefur Steingrímur verið ósmeykur að segja Halldóri opinberlega til syndanna, hafi honum fundist formaðurinn vera á villigötum. Fyrir Samfylkinguna Þá var það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem réð Helgu í starf borgarritara. Raunar vakti það athygli, að Ingibjörg Sólrún gekk fram fyir skjöldu og gagnrýndi þá ákvörðun félagsmálaráðherra harðlega í fjölmiðlum, að ráða ekki Helgu. Innlegg Ingibjargar Sólrúnar í umræðuna þótti á skjön við málið því það er fyrst og fremst framsóknarsápa, segja þeir sem gerst til þekkja. Raunin er sú að framsóknarmenn hafa átt í óttalegu basli með yfirlýsta jafnréttisstefnu sína. Það lá í loftinu að Siv Friðleifsdóttur yrði skákað út af ráðherraborðinu. Það lá einnig ljóst fyrir, að sá gjörningur myndi gera allt vitlaust í flokknum, eins og raunin varð. Það hefði því verið að bera í bakkafullan lækinn að ráða Hermann. Sú ráðstöfun hefði farið beinustu leið fyrir kærunefnd jafnréttismála, auk þess sem valkyrjurnar í Framsókn, með Sigrúnu Magnúsdóttur í fararbroddi, hefðu tvíeflst í baráttunni við karlaveldið, sem var hreint ekki fýsilegt fyrir formanninn og "strákhvolpana" í flokknum. Þrautalendingin var því sú að framlengja umsóknarfrestinn þangað til fundin yrði kona forystunni þóknanleg sem uppfyllti fullkomlega öll skilyrði til starfsins, en væri jafnframt laus við alla "fortíðardrauga." Það átti að öllu leyti við um Ragnhildi. Mannleg samskipti Helga hefur alla tíð þótt afar ákveðin kona og fylgin sér og sínum sjónarmiðum. Sumir segja "frek". Kannski að það hafi einnig átt sinn þátt í því að hún var ekki skipuð. Að minnsta kosti stöldruðu margir við ummæli félagsmálaráðherra í Fréttablaðinu, þegar hann skilgreindi hvað fælist í hugtakinu að vera "hæfastur" til starfsins. Þá sagði hann: "Þegar ég var búinn að fara yfir það sem fólk hefur skrifað, gert og sagt í viðtölum, auk hliðsjónar af þeim verkefnum sem framundan eru í ráðuneytinu, svo og mannlegum samskiptum og öðru sem hafa þarf í huga og taka með inn í svona ákvörðun, þá er það mín niðurstaða að Ragnhildur standi fremst." Nú bíða menn eftir rökstuðningi ráðherra fyrir því að hafa gengið fram hjá Helgu, svo og öðrum gögnum varðandi ráðninguna sem hún hefur kallað eftir. Hún á rétt á ofangreindu samkvæmt lögum og ráðherra hefur rúma viku til að svara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
"Ég hafði lengi hugleitt að sækja um þetta starf. Það var þó ekki fyrr en það hafði verið auglýst þrisvar að ég lét til skarar skríða," segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, nýskipaður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Hún kveðst hafa fengið auglýsingarnar þrjár, sem birst höfðu, sendar út til Brussel, þar sem hún starfar, og sent síðan inn umsókn. Hún hafi beðið Lögbirtingablaðið um að senda sér þær, en einungis þar var ráðuneytisstjórastaðan auglýst. "Ég kem því algjörlega að borðinu hreinu, eins og hver annar einstaklingur sem hefur hugleitt lengi að sækja um," segir hún og svarar aðspurð að enginn af nánustu samstarfsmönnum félagsmálaráðherra né aðrir slíkir hafi hvatt sig til að sækja um. Ljóst er að Árna Magnússyni félagsmálaráðherra hefur verið vandi á höndum þegar hann réð í starfið. Þrír umsækjenda; Ragnhildur, Helga Jónsdóttir og Hermann Sæmundsson, voru talin hæfust til starfsins. Árni Magnússon félagsmálaráðherra fékk ráðningastofuna Mannafl til aðstoðar við ráðninguna. Margþætt reynsla Hermann, sem starfað hafði sem settur ráðuneytisstjóri um skeið, er gagnkunnugur starfi ráðuneytisins, því hann var skrifstofustjóri þess áður en hann settist tímabundið í stól ráðuneytisstjóra. Telja ýmsir að í raun og veru hefði hann átt að fá starfið. Helga hefur hins vegar langa og margþætta reynslu að baki í stjórnsýslustörfum á vettvangi sveitarstjórnarmála. Í ferilskrá sem hún sendi með umsókn sinni kemur meðal annars fram að hún hefur starfað sem aðstoðarmaður ráðherra tveggja ráðuneyta, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, átt sæti í framkvæmdastjórn Alþjóðabankastofnananna í Washington og svo mætti áfram telja. Nú gegnir hún starfi borgarritara, sem kunnugt er, og er þar með staðgengill borgarstjóra og yfirmaður stjórnsýslu og fjármála borgarinnar. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur að auki sótt margháttuð námskeið og endurmenntunarnámskeið um stjórnun, fjármál, lögfræði, ársreikninga, tölvunotkun og svo mætti áfram telja. Hún þykir hafa verið "klæðskerasniðin" í starf ráðuneytisstjóra félagsmála. En svo var sprengjunni varpað. Hún og Hermann, sem höfðu verið talin langlíklegustu kandídatarnir, voru sett til hliðar en Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur ráðin. Þessi ákvörðun félagsmálaráðherra olli fjaðrafoki. Menn spurðu hvers vegna. Eflaust eru nokkrar ástæður sem liggja að baki ákvörðunar Árna Magnússonar. Helga Jónsdóttir starfaði í stjórnarráðinu við hlið Steingríms Hermannssonar. Hann og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, eru ekki jábræður í dag. Að minnsta kosti hefur Steingrímur verið ósmeykur að segja Halldóri opinberlega til syndanna, hafi honum fundist formaðurinn vera á villigötum. Fyrir Samfylkinguna Þá var það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem réð Helgu í starf borgarritara. Raunar vakti það athygli, að Ingibjörg Sólrún gekk fram fyir skjöldu og gagnrýndi þá ákvörðun félagsmálaráðherra harðlega í fjölmiðlum, að ráða ekki Helgu. Innlegg Ingibjargar Sólrúnar í umræðuna þótti á skjön við málið því það er fyrst og fremst framsóknarsápa, segja þeir sem gerst til þekkja. Raunin er sú að framsóknarmenn hafa átt í óttalegu basli með yfirlýsta jafnréttisstefnu sína. Það lá í loftinu að Siv Friðleifsdóttur yrði skákað út af ráðherraborðinu. Það lá einnig ljóst fyrir, að sá gjörningur myndi gera allt vitlaust í flokknum, eins og raunin varð. Það hefði því verið að bera í bakkafullan lækinn að ráða Hermann. Sú ráðstöfun hefði farið beinustu leið fyrir kærunefnd jafnréttismála, auk þess sem valkyrjurnar í Framsókn, með Sigrúnu Magnúsdóttur í fararbroddi, hefðu tvíeflst í baráttunni við karlaveldið, sem var hreint ekki fýsilegt fyrir formanninn og "strákhvolpana" í flokknum. Þrautalendingin var því sú að framlengja umsóknarfrestinn þangað til fundin yrði kona forystunni þóknanleg sem uppfyllti fullkomlega öll skilyrði til starfsins, en væri jafnframt laus við alla "fortíðardrauga." Það átti að öllu leyti við um Ragnhildi. Mannleg samskipti Helga hefur alla tíð þótt afar ákveðin kona og fylgin sér og sínum sjónarmiðum. Sumir segja "frek". Kannski að það hafi einnig átt sinn þátt í því að hún var ekki skipuð. Að minnsta kosti stöldruðu margir við ummæli félagsmálaráðherra í Fréttablaðinu, þegar hann skilgreindi hvað fælist í hugtakinu að vera "hæfastur" til starfsins. Þá sagði hann: "Þegar ég var búinn að fara yfir það sem fólk hefur skrifað, gert og sagt í viðtölum, auk hliðsjónar af þeim verkefnum sem framundan eru í ráðuneytinu, svo og mannlegum samskiptum og öðru sem hafa þarf í huga og taka með inn í svona ákvörðun, þá er það mín niðurstaða að Ragnhildur standi fremst." Nú bíða menn eftir rökstuðningi ráðherra fyrir því að hafa gengið fram hjá Helgu, svo og öðrum gögnum varðandi ráðninguna sem hún hefur kallað eftir. Hún á rétt á ofangreindu samkvæmt lögum og ráðherra hefur rúma viku til að svara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent