Sigrún er húkkuð á skokkinu 30. ágúst 2004 00:01 "Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra." Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra."
Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira