Innlent

Jákvætt að mörgu leyti

"Mér finnst þetta að mörgu leyti jákvætt. Ég tel að það sé áhugavert að vinna að málinu á þeim nótum sem þarna er lagt upp með," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um skýrslu nefndar sem viðskiptaráðherra skipaði til að fjalla um viðskiptaumhverfið. Guðjón tók þó fram að hann hefði ekki haft tök á að kynna sér skýrsluna til hlítar. Guðjón spyr hvort fella mætti fleiri undir þær reglur sem settar verða í kjölfar skýrslunnar. "Það er kannski spurning hvort þetta snúi ekki bara að fyrirtækjum sem slíkum heldur líka lífeyrissjóðunum sem eru orðnir mjög öflug fyrirtæki og fjárfestingaraðilar. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort stéttarfélög sem eru öflug, eða eiga eignir umfram eitthvað ákveðið, og eru að taka þátt í fjárfestingum þurfi að lúta einhverjum svipuðum lögmálum um lýðræði og eftirlit eins og þarna er talað um."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×