Skaði samkeppnisstöðu 31. ágúst 2004 00:01 Tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi munu hafa lítil áhrif á starfandi fyrirtæki á Íslandi verði þær að lögum en munu styrkja íslenskt efnahagslíf, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fulltrúar atvinnulífsins og einn nefndarmanna telja þó að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja muni skerðast miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndunum ef tillögur nefndarinnar um að Samkeppnisstofnun verði heimilað að krefjast uppstokkun á fyrirtækjum teljist þau "hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa[ð] aðstæður sem haf[i] skaðleg áhrif á samkeppnina". Þetta er mat Þórdísar J. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík sem átti sæti í nefndinni, Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs, og Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Tekið er fram í skýrslunni að tillagan sé í samræmi við breytingar sem nýlega voru gerðar á samkeppnisreglum Evrópusambandsins og norskum samkeppnislögum. Þá segir að sambærilegar heimildir sé að finna í fleiri löndum. Einnig er bent á að Samkeppnisstofnun hafi þegar heimild til þess að beita ákvæði sem þessu varðandi opinberar stofnanir sem stunda samkeppnisrekstur. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að þessar áhyggjur séu byggðar á misskilningi. "Tillögur nefndarinnar eru í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kring um okkur og Evrópusambandið hefur þennan rétt. Ákvæðið verður tekið inn í EES-samninginn og því mun Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fylgjast með því að þessu verið framfylgt á EES-svæðinu," segir hún. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að Samkeppnisráð verði lagt niður og þess í stað verði Samkeppnisstofnun efld og taki jafnframt við hlutverki Samkeppnisráðs. Sett verði á fót sérstök stofnun sem fari með eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum. Ekki þótti nefndinni ástæða til að setja sérstök lög um hringamyndun. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi munu hafa lítil áhrif á starfandi fyrirtæki á Íslandi verði þær að lögum en munu styrkja íslenskt efnahagslíf, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fulltrúar atvinnulífsins og einn nefndarmanna telja þó að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja muni skerðast miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndunum ef tillögur nefndarinnar um að Samkeppnisstofnun verði heimilað að krefjast uppstokkun á fyrirtækjum teljist þau "hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa[ð] aðstæður sem haf[i] skaðleg áhrif á samkeppnina". Þetta er mat Þórdísar J. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík sem átti sæti í nefndinni, Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs, og Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Tekið er fram í skýrslunni að tillagan sé í samræmi við breytingar sem nýlega voru gerðar á samkeppnisreglum Evrópusambandsins og norskum samkeppnislögum. Þá segir að sambærilegar heimildir sé að finna í fleiri löndum. Einnig er bent á að Samkeppnisstofnun hafi þegar heimild til þess að beita ákvæði sem þessu varðandi opinberar stofnanir sem stunda samkeppnisrekstur. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að þessar áhyggjur séu byggðar á misskilningi. "Tillögur nefndarinnar eru í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kring um okkur og Evrópusambandið hefur þennan rétt. Ákvæðið verður tekið inn í EES-samninginn og því mun Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fylgjast með því að þessu verið framfylgt á EES-svæðinu," segir hún. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að Samkeppnisráð verði lagt niður og þess í stað verði Samkeppnisstofnun efld og taki jafnframt við hlutverki Samkeppnisráðs. Sett verði á fót sérstök stofnun sem fari með eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum. Ekki þótti nefndinni ástæða til að setja sérstök lög um hringamyndun.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent