Menning

Leirmótun og - steypa

Birna Sigrún Gunnarsdóttir leirkerasmiður ætlar í haust að halda námskeið í leirmótun og leirsteypu eins og hún hefur gert undanfarin ár. "Námskeiðið tekur sex kvöld og kennt er í þrjá og hálfan tíma í senn. Farið er í gegnum mótun, málun og glerjun og einnig er val um að steypa í mót líka en það er gert með uppleystum leir í vökvaformi. Ég lærði mótagerð í Suður-Afríku og bý til flest mín mót sjálf og því er ekki hægt að fá þá hluti annars staðar sem búnir eru til hér. Námskeiðin eru haldin á kvöldin en um helgar býð ég einnig fólki utan af landi að koma," segir hún. Birna Sigrún hefur haldið leirnámskeið síðastliðin sjö ár og hefur verið góð aðsókn að þeim. "Það hefur gengið mjög vel og mest hef ég verið með 270 manns á biðlista," segir hún. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast í síma 567 6070.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×