Gaman að sauma 2. september 2004 00:01 Falleg fataefni í ströngum kveikja ætíð blik í augum þeirra sem vanar eru að fást við vélsaum. Sem betur fer eru enn til verslanir sem sinna þörfum þeirra og bjóða upp á úrval efna í dýrindis flíkur, hvort sem um er að ræða samkvæmisklæðnað, sportfatnað, hvunndagsflíkur eða barnaföt. Það er margt sem vinnst við að sauma heima. Í fyrsta lagi er hægt að velja efni og snið algerlega eftir sínu höfði og í öðru lagi er engin hætta á að aðrir séu nákvæmlega eins klæddir því um módelflík er að ræða. Í þriðja lagi er alltaf gaman að skapa eitthvað nýtt og ekki spillir þegar hægt er að hafa af því gagn. Í fjórða lagi er fyllsta ástæða til að viðhalda þessari verkþekkingu á heimilunum. Og þó svo hægt sé að kaupa ódýrari föt í lágvöruverslunum en efnið, tölurnar og tvinninn kosta þá er ánægjan margfalt meiri við að íklæðast eigin framleiðslu eða sjá barn í flík sem unnin er af alúð með eigin höndum. Því er óvitlaust að hella sér í saumaskap með haustinu. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Falleg fataefni í ströngum kveikja ætíð blik í augum þeirra sem vanar eru að fást við vélsaum. Sem betur fer eru enn til verslanir sem sinna þörfum þeirra og bjóða upp á úrval efna í dýrindis flíkur, hvort sem um er að ræða samkvæmisklæðnað, sportfatnað, hvunndagsflíkur eða barnaföt. Það er margt sem vinnst við að sauma heima. Í fyrsta lagi er hægt að velja efni og snið algerlega eftir sínu höfði og í öðru lagi er engin hætta á að aðrir séu nákvæmlega eins klæddir því um módelflík er að ræða. Í þriðja lagi er alltaf gaman að skapa eitthvað nýtt og ekki spillir þegar hægt er að hafa af því gagn. Í fjórða lagi er fyllsta ástæða til að viðhalda þessari verkþekkingu á heimilunum. Og þó svo hægt sé að kaupa ódýrari föt í lágvöruverslunum en efnið, tölurnar og tvinninn kosta þá er ánægjan margfalt meiri við að íklæðast eigin framleiðslu eða sjá barn í flík sem unnin er af alúð með eigin höndum. Því er óvitlaust að hella sér í saumaskap með haustinu.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira