Framsóknarmenn sáttastir 2. september 2004 00:01 Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups fyrir septembermánuð, þar sem spurt var um viðhorf til kvótakerfisins og afstöðu fólks til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum, eru stuðningsmenn Framsóknarflokksins sáttastir við óbreytt fyrirkomulag í þessum málaflokkum . Einungis 16 prósent þeirra sögðust styðja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og um 40 prósent þeirra segjast ánægð með kvótakerfið. Framsóknarmenn skera sig nokkuð úr þegar borið er saman við heildarniðurstöður. Þannig bendir könnunin til að einungis 18 prósent þjóðarinnar séu ánægð með kvótakerfið og að þriðjungur hennar vilji gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan. Stuðningur við frjálsan innflutning fer vaxandi. Síðast var spurt um viðhorf til kvótakerfisins árið 1998. Um 64 prósent sögðust óánægð með kvótakerfið nú í stað nærri 72 pósenta árið 1998. Ánægjan hefur að sama skapi aukist um 6 prósent, en hún var 12 prósent árið 1998 og mælist 18 prósent nú. Um 18 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið. Sjálfstæðismenn eru næstánægðastir með kerfið, á eftir framsóknarmönnum, en um 29 prósent þeirra sögðust sátt. Hins vegar styðja einungis 11 prósent Samfylkingarfólks kvótakerfið og 5 prósent vinstri grænna. Karlar virðast mun ánægðari með kerfið en konur. Um 25 prósent karla styðja það, en einungis 10 prósent kvenna. Gallup hefur spurt um viðhorf til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum reglulega síðan 1993. Þá vildu 23 prósent frjálsan innflutning og 31 prósent var alfarið á móti. Nú styður um þriðjungur þjóðarinnar frelsið og andstaðan er komin niður í 25 prósent. Mikill munur mælist á afstöðu kynjanna til málsins. Um 41 prósent karla er alfarið fylgjandi frjálsum innflutningi en einungis 24 prósent kvenna. Það eru helst stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem vill frjálsan innflutning. Um 43 prósent þeirra eru fylgjandi því. Um 36 prósent sjálfstæðismanna vilja frjálsan innflutning og vinstri grænir virðast ekki vera svo mótfallnir hugmyndinni heldur, a.m.k. ekki miðað við framsóknarmenn. Um 28 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja frjálsan innflutning, en einungis 16 prósent framsóknarmanna, eins og áður segir. Könnunin var gerð dagana 11. til 24. ágúst. Úrtakið var 1.217 manns á aldrinum 18 til 75 ára, og var það valið með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var um 62%. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups fyrir septembermánuð, þar sem spurt var um viðhorf til kvótakerfisins og afstöðu fólks til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum, eru stuðningsmenn Framsóknarflokksins sáttastir við óbreytt fyrirkomulag í þessum málaflokkum . Einungis 16 prósent þeirra sögðust styðja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum og um 40 prósent þeirra segjast ánægð með kvótakerfið. Framsóknarmenn skera sig nokkuð úr þegar borið er saman við heildarniðurstöður. Þannig bendir könnunin til að einungis 18 prósent þjóðarinnar séu ánægð með kvótakerfið og að þriðjungur hennar vilji gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan. Stuðningur við frjálsan innflutning fer vaxandi. Síðast var spurt um viðhorf til kvótakerfisins árið 1998. Um 64 prósent sögðust óánægð með kvótakerfið nú í stað nærri 72 pósenta árið 1998. Ánægjan hefur að sama skapi aukist um 6 prósent, en hún var 12 prósent árið 1998 og mælist 18 prósent nú. Um 18 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið. Sjálfstæðismenn eru næstánægðastir með kerfið, á eftir framsóknarmönnum, en um 29 prósent þeirra sögðust sátt. Hins vegar styðja einungis 11 prósent Samfylkingarfólks kvótakerfið og 5 prósent vinstri grænna. Karlar virðast mun ánægðari með kerfið en konur. Um 25 prósent karla styðja það, en einungis 10 prósent kvenna. Gallup hefur spurt um viðhorf til frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum reglulega síðan 1993. Þá vildu 23 prósent frjálsan innflutning og 31 prósent var alfarið á móti. Nú styður um þriðjungur þjóðarinnar frelsið og andstaðan er komin niður í 25 prósent. Mikill munur mælist á afstöðu kynjanna til málsins. Um 41 prósent karla er alfarið fylgjandi frjálsum innflutningi en einungis 24 prósent kvenna. Það eru helst stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem vill frjálsan innflutning. Um 43 prósent þeirra eru fylgjandi því. Um 36 prósent sjálfstæðismanna vilja frjálsan innflutning og vinstri grænir virðast ekki vera svo mótfallnir hugmyndinni heldur, a.m.k. ekki miðað við framsóknarmenn. Um 28 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja frjálsan innflutning, en einungis 16 prósent framsóknarmanna, eins og áður segir. Könnunin var gerð dagana 11. til 24. ágúst. Úrtakið var 1.217 manns á aldrinum 18 til 75 ára, og var það valið með tilviljun úr þjóðskrá. Svarhlutfall var um 62%.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent