Björgólfur varar við takmörkunum 3. september 2004 00:01 "Ef svigrúm fyrirtækja er þrengt með lagasetningu þá er uppbyggingar- og þróunarstarf þeirra í hættu. Frumkvæði og áræði er drepið í dróma," sagði Björgólfur Guðmundsson, bankastjóri Landsbankans meðal annars í ávarpi sínu á haustþingi SUS, sem hófst á Selfossi í dag. Hann varaði við hugmyndum um takmarkanir á möguleikum stórfyrirtækja til fjárfestinga og sagði það ábyrgðarhluta að breyta starfsskilyrðum fyrirtækja og skapa þannig óvissu um forsendur rekstrar. "Því er haldið fram að krafturinn í viðskiptalífinu og máttur einstakra fyrirtæki ógni eða ögri samfélaginu og því þurfi stjórnvöld að grípa í taumana og stýra á ný með lagasetningu framvindu viðskipta. Hugmyndir eru um að takmarka umsvif banka og að eignarhald á fjölmiðlum þurfi að lögbinda. Einnig sveima hugmyndir um að takmarka þurfi möguleika stórfyrirtækja til fjárfestinga. Þessar hugmyndir koma úr ólíklegustu áttum – jafnvel okkar röðum. Ég vara við þessum hugmyndum. Mikilvægt er á tímum breytinga að ekki sé gripið inn í eðlileg þróunarferli. Einkenni frjálsra viðskipta er að allt leitar í jafnvægi, - það kennir sagan okkur. Ef við kynnum að hafa farið offari á einhverju sviði er markaðurinn líklegri og réttari aðili en stjórnmálamenn til að vísa okkur á réttar leiðir með hagsmuni heildar í huga. Markaðsöflin eiga að fá að njóta sín, - þau endurspegla vilja fólksins," sagði Björgólfur Guðmundsson. Hann gagnrýndi einnig fjölmiðla og sagði hafa komið verulega á óvart hvernig einstaka fjölmiðlar vilja skrifa stefnuskrár stjórnmálaflokka og segja þeim fyrir um skoðanir. "Fjölmiðlum er að sjálfsögðu frjálst að hafa hvaða skoðun sem er, en ég hef fyrir mitt leiti meira álit á fjölmiðlum, sem reyna að endurspegla það sem fram fer í samfélaginu fremur en að stýra því og stjórna með fyrirmælum og föðurlegum áminningum. Mér hefur t.d. komið verulega á óvart hvernig einstaka fjölmiðlar vilja skrifa stefnuskrár stjórnmálaflokka og segja þeim fyrir um skoðanir. Hvaðan hafa fjölmiðlar umboð til þess? Lengst ganga fjölmiðlar sem hafa blindast af fortíðarþrá og ögra nú samfélaginu og eðlilegri þróun þess með nær linnulausum ótta við breytingar. Þeir virðast sakna þeirra tíma þegar íslenskt atvinnulíf var einangrað og lokað klíkusamfélag. Það er einkennilegt nú, þegar viðskiptin eru orðin frjáls, þá reyna fjölmiðlar að nota áhrif sín og segja fyrirtækjum hvar þau eigi að fjárfesta, - hvað að kaupa og hvað að selja, og hafa þeir þá sjaldnast í huga hið augljósa, - hagsmuni hluthafa. Ég vona að þessar raddir hljóðni hið fyrsta því íslenskt efnahagslíf þarf ekki á því að halda nú að snúa aftur til fortíðar," sagði Björgólfur Guðmundsson, bankastjóri Landsbankans á haustþingi SUS og duldist engum sem á hlýddi að þarna beindi Björgólfur spjótum sínum að Morgunblaðinu. Ávarp Björgólfs Guðmundssonar í heild sinni:"Ágætu SUS – arar! Þegar ég var í ykkar sporum og sat SUS-þingin var okkur efst í huga að berjast fyrir hugsjónum okkar um frelsi einstaklingsins til athafna, skapa framtíðarsamfélag heilbrigðrar samkeppni og almennrar velferðar og skemmta okkur vel. Fyrir ykkur vakir örugglega það sama í dag. Segja má að bylting hafi átt sér stað í samfélaginu frá því ég sat þessi ágætu þing. Í þá daga voru mikil átök um þau markmið að hér ætti annars vegar að virkja frelsi einstaklingsins til athafna og hins vegar að vegferð atvinnufyrirtækja yrðu ráðin í samkeppni á markaði. Stór hluti þjóðarinnar var alls ekki sammála um ágæti þessara markmiða. En nú er öldin önnur. Mikil eining og sátt ríkir um frelsi einstaklingsins og frjálsa samkeppni. Nú deila menn aðeins um leiðir að heilbrigðri og æskilegri samkeppni. Önnur byltingarkennd breyting hefur orðið á þessum tíma. Áður var íslenska atvinnulífið einangrað. Innflutningi og útflutningi var stjórnað af stjórnvöldum og ekki voru nein frjáls viðskipti við umheiminn. Í dag er íslenska atvinnulífið virkur þátttakandi í alþjóðlegu viðskiptakerfi. Vöxturinn í íslensku atvinnulífi er mestur af fyrirtækjum sem eru í raun alþjóðleg en eiga uppruna á Íslandi og kjósa að hafa höfuðstöðvar og kjarnastarfsemi sína hér á landi. Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja. Þessar nauðsynlegu breytingar hafa átt sér stað með sameiginlegu átaki stjórnmála og atvinnulífs. Eðlileg verkaskipting þeirra í milli, þar sem stjórnvöld lögðu upp leikreglur og atvinnulífið nýtti tækifærin sem gáfust, hefur fleygt okkur áfram. Allt frá endalokum einokunarverslunar til dagsins í dag hefur stigvaxandi viðskiptafrelsi, aukin samkeppni og alþjóðavæðing stuðlað að verðmætasköpun og aukinni hagsæld. Ekki hvað síst á síðustu 12 árum undir farsælli og markvissri forystu Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins Nýjasta dæmi þessa er að sjálfsögðu einkavæðing bankanna og aukin alþjóðleg umsvif þeirra drifin áfram af hugmyndum nýrra kynslóða í íslenska fjármálaheiminum. Nú hafa bankarnir styrk til að bjóða íbúðalán á betri kjörum en áður hafa þekkst hér á landi. Samkeppni banka í einkaeigu er nú að færa landsmönnum kjarabætur sem í sumum tilfellum nemur tugum þúsunda króna á mánuði fyrir hvert heimili. Í þeim þremur fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni og ég þekki best og hef verið virkur hluthafi í, hefur t.d. verðmætaaukningin verið meiri en 185 milljarðar króna. Það ánægjulegasta við þetta er að í þessum fyrirtækjum, - Landsbankanum, Actavis og Burðarási, deilist þessi eignaaukning á samtals yfir 30 þúsund hluthafa. Af þessu get ég ekki dregið aðrar ályktanir en að þróun efnahags hér á landi hafi verið afar farsæl hin seinustu ár. Í ljósi þessa hljóma undarlega raddir um að nú sé nóg komið og reisa þurfi atvinnu- og viðskiptalífinu skorður. Því er haldið fram að krafturinn í viðskiptalífinu og máttur einstakra fyrirtæki ógni eða ögri samfélaginu og því þurfi stjórnvöld að grípa í taumana og stýra á ný með lagasetningu framvindu viðskipta. Hugmyndir eru um að takmarka umsvif banka og að eignarhald á fjölmiðlum þurfi að lögbinda. Einnig sveima hugmyndir um að takmarka þurfi möguleika stórfyrirtækja til fjárfestinga. Þessar hugmyndir koma úr ólíklegustu áttum – jafnvel okkar röðum. Ég vara við þessum hugmyndum. Mikilvægt er á tímum breytinga að ekki sé gripið inn í eðlileg þróunarferli. Einkenni frjálsra viðskipta er að allt leitar í jafnvægi, - það kennir sagan okkur. Ef við kynnum að hafa farið offari á einhverju sviði er markaðurinn líklegri og réttari aðili en stjórnmálamenn til að vísa okkur á réttar leiðir með hagsmuni heildar í huga. Markaðsöflin eiga að fá að njóta sín, - þau endurspegla vilja fólksins. Ef svigrúm fyrirtækja eru þrengt með lagasetningu þá er uppbyggingar- og þróunarstarf þeirra í hættu. Frumkvæði og áræði er drepið í dróma. Forsenda langtímaáætlana fyrirtækja er stöðugt starfsumhverfi. Það er því ábyrgðarhluti að breyta starfsskilyrðum fyrirtækja og skapa þannig óvissu um forsendur rekstrar. Sú hugsun er varasöm að íslensk fyrirtæki megi ekki verða of stór. Ég er þeirrar skoðunar að það sé hverju samfélagi mikilvægt að til séu fjársterkir aðilar og stór fyrirtæki. Útrás íslenskra fyrirtækja er forsenda vaxtar íslenska hagkerfisins. Burðarásar útrásar eru öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar. Á Íslandi þurfa að vera til fyrirtæki sem eru stór á heimamarkaði til þess að þau hafi þrek og krafta að takast á við verkefni á öðrum mörkuðum, sem kalla á hugvit, útsjónarsemi, þrautseigju og úthald. Við höfum séð þetta í sjávarútvegi hjá fyrirtækjum á borð við Samherja og Bakkavör, við sjáum þetta í nýsköpunarfyrirtækjum eins og Marel og Össuri, þjónustufyrirtækjum eins og Baugi, Actavis og KB-banka og við munum sjá sambærilega framvindu hjá öðrum bönkum og fjárfestingarfélögum. Þá vil ég sjá rótgróin fyrirtæki eins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsina, SÍF og Eimskip verða stórfyrirtæki á alþjóðavísu, - til þess hafa þau alla burði. Nú þegar Íslendingar eru orðnir virkir þátttakendur í alþjóðlegum viðskiptum þurfum við enn frekar en áður að tryggja að frelsi einstaklinga til rekstrar og fjárfestinga sé sem mest til þess að stuðla að öflugri samkeppni. Án hennar munum við aldrei ná árangri á alþjóðavettvangi, - hvorki sem þjóð né sem einstaklingar. Ágætu þinggestir. Atvinnu- og viðskiptalífið ógnar hvorki stjórnmálamönnum né samfélaginu. Atvinnlífið líkt og stjórnmálin þjóna fólkinu í landinu. Við erum eins og fuglar í oddaflugi. Áfangastaðurinn er bættur hagur og betra samfélag. Hverju sinni fer einn fugl fyrir hópnum. Hann brýtur loftmótstöðuna, ryður braut og auðveldar þeim sem á eftir koma. Síðan leysa þeir hver annan af í forystu, - vinna saman á óeigingjarnan hátt. Þannig skipta stjórnvöld og fyrirtækin með sér hlutverkum. Í samgöngumálum ráðstafa stjórnmálamenn til dæmis fjármunum til að byggja hafnir, brýr, vegi og grafa göng, - væntanlega í sátt við samfélagið og kjósendur. Einkaaðilar eru síðan frjálsir að nýta mannvirkin eftir settum reglum um hraða, þungatakmarkanir og þess háttar. Samgöngufyrirtæki hagar flutningum sínum á hagkvæmastan og ódýrastan hátt, - dregur t.d. úr skipasiglingum og eykur samgöngur á landi. Fyrirtækið bætir þjónustu og lækkar kostnað innanlands sem í senn lækkar vöruverð hér á landi og gerir íslenskar útflutningsvörur samkeppnishæfari á alþjóðamörkuðum. Í okkar samfélagi er sátt um þá verkaskiptingu að stjórnvöld fjármagni menntun unga fólksins. Þegar því líkur tekur atvinnulífið við og skapar störf handa hinum útskrifuðu. Hafi íslensk fyrirtæki frelsi, stærð og styrk geta þau boðið fólki spennandi og vel launuð störf, ýmist hér heima eða erlendis og komið til móts við þarfir og óskir fólks. Takist íslenskum fyrirtækjum ekki að mæta óskum hæfileikafólks er hætta á að menntun unga fólksins nýtist ekki og eins víst að það freisti gæfunnar hjá erlendum fyrirtækjum sem ekkert skilja eftir í íslensku efnahagslífi. Stjórnmálin og viðskiptalifið skiptast á í oddaflugi, - skipta með sér verkum. Það er verkefni stjórnmálamanna, - sem ég veit að mörg ykkar eiga eftir að verða, að skapa frjótt og eftirsóknarvert starfsumhverfi fyrir fyrirtæki. Umhverfi sem laðar til sín framtaksama einstaklinga og fyrirtæki sem leita tækifæra, hrinda í framkvæmd og taka áhættu. Þannig nýtist góð menntun og til verða fjölbreytt, áhugaverð og arðbær störf sem í senn veita fólki lífsfyllingu og góðar tekjur. Þegar ég hugsa um eftirsóknarvert umhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki finnast mér fjögur atriði skipta mestu máli: Í fyrsta lagi að menntakerfið sé öflugt og að á hverju ári komi hópar af ungu, hæfileikaríku og vel menntuðu fólki fram á vinnumarkaðinn. Í öðru lagi að menningarlíf sé lifandi því fátt örvar betur frjóa og skapandi og skemmtilega hugsun. Öflug menning og kraftmikil sköpun eykur lífsgæðin almennt og nýtist jafnframt vel í nútíma fyrirtækjum þar sem hugvitið gefur forskot í harðri samkeppni. Í þriðja lagi þarf rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi að vera hagstætt í samanburði við nágranna okkar og keppinauta. Gjöld, leyfi, skattar, takmarkanir, boð og bönn og þess háttar mega ekki hefta eða íþyngja fyrirtækjum meira en keppinautum þeirra í öðrum löndum. Í fjórða lagi skipta reglur um skatta miklu máli. Við búum við frjálst flæði fjármagns og það er staðreynd að það leitar þangað sem beinir skattar eru lágir. Það er sama hvort í hlut eiga fyrirtæki eða einstaklingar. Því skiptir máli að skattar séu í lægri kantinum, annars fer fjármagnað annað. Óvíst er hvort samfélagið í heild hagnist á háum sköttum því þar sem beinir skattar eru lágir nýtur samfélagið góðs af auknu fjármagni í umferð, bæði í gegnum auknar fjárfestingar og veltuskatta. Ávinningurinn af lágum sköttum skilar sér því til allra. Ég minni á að flest burðarfyrirtæki í íslensku atvinnulífi eru alþjóðleg og hafa val um hvar þau skrá sig og greiða skatta. Við eigum að gera þeim valið auðvelt. Og þegar rætt er um skattamál er gott að hafa orð Abrahams Lincolns í huga en hann benti á að þú styrkir ekki þann veika með því að veikja þann sterka. Í framhaldi af ofansögðu tel ég það afar dýrmætt fyrir stjórnmálaflokk að eiga foringja með skýr markmið og tæra framtíðarsýn. Fyrir okkur í atvinnulífinu er sambýlið erfiðast við stjórnmálamenn sem skortir stefnufestu, - stjórnmálamenn sem vilja semja um alla hluti í stað þess að fylgja skýrum markmiðum og standa fast á settum leikreglum. En hvað sem öllu öðru líður þá er kjarni málsins sá að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja þarf að vera jafngott og helst betra en þekkist í nágrannalöndum okkur. Ég lít á það sem skyldu stjórnmálamanna að fylgjast með því að umhverfi íslensks atvinnulífs sé ætíð samkeppnishæft. Ágætu SUS – arar. Fjölmiðlar og hlutverk þeirra hefur verið mjög til umræðu undanfarin misseri. Ég hef alltaf trúað því að frjálsir fjölmiðlar gegni veigamiklu hlutverki í nútímasamfélagi. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu frjálst að hafa hvaða skoðun sem er, en ég hef fyrir mitt leiti meira álit á fjölmiðlum, sem reyna að endurspegla það sem fram fer í samfélaginu fremur en að stýra því og stjórna með fyrirmælum og föðurlegum áminningum. Mér hefur t.d. komið verulega á óvart hvernig einstaka fjölmiðlar vilja skrifa stefnuskrár stjórnmálaflokka og segja þeim fyrir um skoðanir. Hvaðan hafa fjölmiðlar umboð til þess? Lengst ganga fjölmiðlar sem hafa blindast af fortíðarþrá og ögra nú samfélaginu og eðlilegri þróun þess með nær linnulausum ótta við breytingar. Þeir virðast sakna þeirra tíma þegar íslenskt atvinnulíf var einangrað og lokað klíkusamfélag. Það er einkennilegt nú, þegar viðskiptin eru orðin frjáls, þá reyna fjölmiðlar að nota áhrif sín og segja fyrirtækjum hvar þau eigi að fjárfesta, - hvað að kaupa og hvað að selja, og hafa þeir þá sjaldnast í huga hið augljósa, - hagsmuni hluthafa. Ég vona að þessar raddir hljóðni hið fyrsta því íslenskt efnahagslíf þarf ekki á því að halda nú að snúa aftur til fortíðar. Góðir tilheyrendur. Það er alltaf spennandi að vera ungur. Mín gæfa í lífinu er að hafa átt þess kost að vinna með ungu fólki. Nýjar kynslóðir hugsa öðru vísi og sjá ný tækifæri. Samfélagið er á stöðugu ferðalagi, framþróunin er knúin áfram af frumlegri hugsun, nýjum aðferðum og nýjum hugmyndum. Ég man að einhverju sinni fyrir löngu síðan í kosningaslag um forystu í SUS talaði einn frambjóðenda mest um utanríkismál. Að ræðu hans lokinni steig einn andstæðinga hans í pontu og hrósaði honum fyrir góða ræðu en sagði síðan nokkuð meinfýsinn, að menn borðuðu nú samt ekki utanríkismál. Þótti þetta smellin athugasemd og var að mati sumra ástæða þess að umræddur frambjóðandi tapaði kosningunum naumlega. En nú er öldin önnur. Við alþjóðavæðinguna ganga hönd í hönd innanríkismál og utanríkismál þannig nú borðum við Íslendingar jafnt utanríkismál sem önnur, svo notað sé orðfæri okkar ágæta félaga fyrir margt löngu. Að lokum ágætu þingfulltrúar. Áhrifa ykkar mun fyrr en seinna gæta í íslensku samfélagi. Þið eruð fyrsta kynslóðin, sem tekur við Íslandi, þegar það er orðið hluti af hinni alþjóðlegu viðskiptaheild. Þar eru tækifærin ykkar. Látið hvorki úrtölur né öfund ráða ykkar för. Hugsið aldrei sem svo að við sem þjóð eða þið sem einstaklingar séuð komnir í mark eða að endimörkum, - að nú þurfi að líta um öxl og slaka megi á. Það er aldrei svo. Þegar einar dyr lokast, - opnast nýjar. Þegar oddafuglinn þreytist er annar reiðubúinn til forystu. Svo einfalt er það. Takk fyrir og vonandi verður þessi helgi ykkar hér á Selfossi ánægjuleg." Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
"Ef svigrúm fyrirtækja er þrengt með lagasetningu þá er uppbyggingar- og þróunarstarf þeirra í hættu. Frumkvæði og áræði er drepið í dróma," sagði Björgólfur Guðmundsson, bankastjóri Landsbankans meðal annars í ávarpi sínu á haustþingi SUS, sem hófst á Selfossi í dag. Hann varaði við hugmyndum um takmarkanir á möguleikum stórfyrirtækja til fjárfestinga og sagði það ábyrgðarhluta að breyta starfsskilyrðum fyrirtækja og skapa þannig óvissu um forsendur rekstrar. "Því er haldið fram að krafturinn í viðskiptalífinu og máttur einstakra fyrirtæki ógni eða ögri samfélaginu og því þurfi stjórnvöld að grípa í taumana og stýra á ný með lagasetningu framvindu viðskipta. Hugmyndir eru um að takmarka umsvif banka og að eignarhald á fjölmiðlum þurfi að lögbinda. Einnig sveima hugmyndir um að takmarka þurfi möguleika stórfyrirtækja til fjárfestinga. Þessar hugmyndir koma úr ólíklegustu áttum – jafnvel okkar röðum. Ég vara við þessum hugmyndum. Mikilvægt er á tímum breytinga að ekki sé gripið inn í eðlileg þróunarferli. Einkenni frjálsra viðskipta er að allt leitar í jafnvægi, - það kennir sagan okkur. Ef við kynnum að hafa farið offari á einhverju sviði er markaðurinn líklegri og réttari aðili en stjórnmálamenn til að vísa okkur á réttar leiðir með hagsmuni heildar í huga. Markaðsöflin eiga að fá að njóta sín, - þau endurspegla vilja fólksins," sagði Björgólfur Guðmundsson. Hann gagnrýndi einnig fjölmiðla og sagði hafa komið verulega á óvart hvernig einstaka fjölmiðlar vilja skrifa stefnuskrár stjórnmálaflokka og segja þeim fyrir um skoðanir. "Fjölmiðlum er að sjálfsögðu frjálst að hafa hvaða skoðun sem er, en ég hef fyrir mitt leiti meira álit á fjölmiðlum, sem reyna að endurspegla það sem fram fer í samfélaginu fremur en að stýra því og stjórna með fyrirmælum og föðurlegum áminningum. Mér hefur t.d. komið verulega á óvart hvernig einstaka fjölmiðlar vilja skrifa stefnuskrár stjórnmálaflokka og segja þeim fyrir um skoðanir. Hvaðan hafa fjölmiðlar umboð til þess? Lengst ganga fjölmiðlar sem hafa blindast af fortíðarþrá og ögra nú samfélaginu og eðlilegri þróun þess með nær linnulausum ótta við breytingar. Þeir virðast sakna þeirra tíma þegar íslenskt atvinnulíf var einangrað og lokað klíkusamfélag. Það er einkennilegt nú, þegar viðskiptin eru orðin frjáls, þá reyna fjölmiðlar að nota áhrif sín og segja fyrirtækjum hvar þau eigi að fjárfesta, - hvað að kaupa og hvað að selja, og hafa þeir þá sjaldnast í huga hið augljósa, - hagsmuni hluthafa. Ég vona að þessar raddir hljóðni hið fyrsta því íslenskt efnahagslíf þarf ekki á því að halda nú að snúa aftur til fortíðar," sagði Björgólfur Guðmundsson, bankastjóri Landsbankans á haustþingi SUS og duldist engum sem á hlýddi að þarna beindi Björgólfur spjótum sínum að Morgunblaðinu. Ávarp Björgólfs Guðmundssonar í heild sinni:"Ágætu SUS – arar! Þegar ég var í ykkar sporum og sat SUS-þingin var okkur efst í huga að berjast fyrir hugsjónum okkar um frelsi einstaklingsins til athafna, skapa framtíðarsamfélag heilbrigðrar samkeppni og almennrar velferðar og skemmta okkur vel. Fyrir ykkur vakir örugglega það sama í dag. Segja má að bylting hafi átt sér stað í samfélaginu frá því ég sat þessi ágætu þing. Í þá daga voru mikil átök um þau markmið að hér ætti annars vegar að virkja frelsi einstaklingsins til athafna og hins vegar að vegferð atvinnufyrirtækja yrðu ráðin í samkeppni á markaði. Stór hluti þjóðarinnar var alls ekki sammála um ágæti þessara markmiða. En nú er öldin önnur. Mikil eining og sátt ríkir um frelsi einstaklingsins og frjálsa samkeppni. Nú deila menn aðeins um leiðir að heilbrigðri og æskilegri samkeppni. Önnur byltingarkennd breyting hefur orðið á þessum tíma. Áður var íslenska atvinnulífið einangrað. Innflutningi og útflutningi var stjórnað af stjórnvöldum og ekki voru nein frjáls viðskipti við umheiminn. Í dag er íslenska atvinnulífið virkur þátttakandi í alþjóðlegu viðskiptakerfi. Vöxturinn í íslensku atvinnulífi er mestur af fyrirtækjum sem eru í raun alþjóðleg en eiga uppruna á Íslandi og kjósa að hafa höfuðstöðvar og kjarnastarfsemi sína hér á landi. Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja. Þessar nauðsynlegu breytingar hafa átt sér stað með sameiginlegu átaki stjórnmála og atvinnulífs. Eðlileg verkaskipting þeirra í milli, þar sem stjórnvöld lögðu upp leikreglur og atvinnulífið nýtti tækifærin sem gáfust, hefur fleygt okkur áfram. Allt frá endalokum einokunarverslunar til dagsins í dag hefur stigvaxandi viðskiptafrelsi, aukin samkeppni og alþjóðavæðing stuðlað að verðmætasköpun og aukinni hagsæld. Ekki hvað síst á síðustu 12 árum undir farsælli og markvissri forystu Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins Nýjasta dæmi þessa er að sjálfsögðu einkavæðing bankanna og aukin alþjóðleg umsvif þeirra drifin áfram af hugmyndum nýrra kynslóða í íslenska fjármálaheiminum. Nú hafa bankarnir styrk til að bjóða íbúðalán á betri kjörum en áður hafa þekkst hér á landi. Samkeppni banka í einkaeigu er nú að færa landsmönnum kjarabætur sem í sumum tilfellum nemur tugum þúsunda króna á mánuði fyrir hvert heimili. Í þeim þremur fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllinni og ég þekki best og hef verið virkur hluthafi í, hefur t.d. verðmætaaukningin verið meiri en 185 milljarðar króna. Það ánægjulegasta við þetta er að í þessum fyrirtækjum, - Landsbankanum, Actavis og Burðarási, deilist þessi eignaaukning á samtals yfir 30 þúsund hluthafa. Af þessu get ég ekki dregið aðrar ályktanir en að þróun efnahags hér á landi hafi verið afar farsæl hin seinustu ár. Í ljósi þessa hljóma undarlega raddir um að nú sé nóg komið og reisa þurfi atvinnu- og viðskiptalífinu skorður. Því er haldið fram að krafturinn í viðskiptalífinu og máttur einstakra fyrirtæki ógni eða ögri samfélaginu og því þurfi stjórnvöld að grípa í taumana og stýra á ný með lagasetningu framvindu viðskipta. Hugmyndir eru um að takmarka umsvif banka og að eignarhald á fjölmiðlum þurfi að lögbinda. Einnig sveima hugmyndir um að takmarka þurfi möguleika stórfyrirtækja til fjárfestinga. Þessar hugmyndir koma úr ólíklegustu áttum – jafnvel okkar röðum. Ég vara við þessum hugmyndum. Mikilvægt er á tímum breytinga að ekki sé gripið inn í eðlileg þróunarferli. Einkenni frjálsra viðskipta er að allt leitar í jafnvægi, - það kennir sagan okkur. Ef við kynnum að hafa farið offari á einhverju sviði er markaðurinn líklegri og réttari aðili en stjórnmálamenn til að vísa okkur á réttar leiðir með hagsmuni heildar í huga. Markaðsöflin eiga að fá að njóta sín, - þau endurspegla vilja fólksins. Ef svigrúm fyrirtækja eru þrengt með lagasetningu þá er uppbyggingar- og þróunarstarf þeirra í hættu. Frumkvæði og áræði er drepið í dróma. Forsenda langtímaáætlana fyrirtækja er stöðugt starfsumhverfi. Það er því ábyrgðarhluti að breyta starfsskilyrðum fyrirtækja og skapa þannig óvissu um forsendur rekstrar. Sú hugsun er varasöm að íslensk fyrirtæki megi ekki verða of stór. Ég er þeirrar skoðunar að það sé hverju samfélagi mikilvægt að til séu fjársterkir aðilar og stór fyrirtæki. Útrás íslenskra fyrirtækja er forsenda vaxtar íslenska hagkerfisins. Burðarásar útrásar eru öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar. Á Íslandi þurfa að vera til fyrirtæki sem eru stór á heimamarkaði til þess að þau hafi þrek og krafta að takast á við verkefni á öðrum mörkuðum, sem kalla á hugvit, útsjónarsemi, þrautseigju og úthald. Við höfum séð þetta í sjávarútvegi hjá fyrirtækjum á borð við Samherja og Bakkavör, við sjáum þetta í nýsköpunarfyrirtækjum eins og Marel og Össuri, þjónustufyrirtækjum eins og Baugi, Actavis og KB-banka og við munum sjá sambærilega framvindu hjá öðrum bönkum og fjárfestingarfélögum. Þá vil ég sjá rótgróin fyrirtæki eins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsina, SÍF og Eimskip verða stórfyrirtæki á alþjóðavísu, - til þess hafa þau alla burði. Nú þegar Íslendingar eru orðnir virkir þátttakendur í alþjóðlegum viðskiptum þurfum við enn frekar en áður að tryggja að frelsi einstaklinga til rekstrar og fjárfestinga sé sem mest til þess að stuðla að öflugri samkeppni. Án hennar munum við aldrei ná árangri á alþjóðavettvangi, - hvorki sem þjóð né sem einstaklingar. Ágætu þinggestir. Atvinnu- og viðskiptalífið ógnar hvorki stjórnmálamönnum né samfélaginu. Atvinnlífið líkt og stjórnmálin þjóna fólkinu í landinu. Við erum eins og fuglar í oddaflugi. Áfangastaðurinn er bættur hagur og betra samfélag. Hverju sinni fer einn fugl fyrir hópnum. Hann brýtur loftmótstöðuna, ryður braut og auðveldar þeim sem á eftir koma. Síðan leysa þeir hver annan af í forystu, - vinna saman á óeigingjarnan hátt. Þannig skipta stjórnvöld og fyrirtækin með sér hlutverkum. Í samgöngumálum ráðstafa stjórnmálamenn til dæmis fjármunum til að byggja hafnir, brýr, vegi og grafa göng, - væntanlega í sátt við samfélagið og kjósendur. Einkaaðilar eru síðan frjálsir að nýta mannvirkin eftir settum reglum um hraða, þungatakmarkanir og þess háttar. Samgöngufyrirtæki hagar flutningum sínum á hagkvæmastan og ódýrastan hátt, - dregur t.d. úr skipasiglingum og eykur samgöngur á landi. Fyrirtækið bætir þjónustu og lækkar kostnað innanlands sem í senn lækkar vöruverð hér á landi og gerir íslenskar útflutningsvörur samkeppnishæfari á alþjóðamörkuðum. Í okkar samfélagi er sátt um þá verkaskiptingu að stjórnvöld fjármagni menntun unga fólksins. Þegar því líkur tekur atvinnulífið við og skapar störf handa hinum útskrifuðu. Hafi íslensk fyrirtæki frelsi, stærð og styrk geta þau boðið fólki spennandi og vel launuð störf, ýmist hér heima eða erlendis og komið til móts við þarfir og óskir fólks. Takist íslenskum fyrirtækjum ekki að mæta óskum hæfileikafólks er hætta á að menntun unga fólksins nýtist ekki og eins víst að það freisti gæfunnar hjá erlendum fyrirtækjum sem ekkert skilja eftir í íslensku efnahagslífi. Stjórnmálin og viðskiptalifið skiptast á í oddaflugi, - skipta með sér verkum. Það er verkefni stjórnmálamanna, - sem ég veit að mörg ykkar eiga eftir að verða, að skapa frjótt og eftirsóknarvert starfsumhverfi fyrir fyrirtæki. Umhverfi sem laðar til sín framtaksama einstaklinga og fyrirtæki sem leita tækifæra, hrinda í framkvæmd og taka áhættu. Þannig nýtist góð menntun og til verða fjölbreytt, áhugaverð og arðbær störf sem í senn veita fólki lífsfyllingu og góðar tekjur. Þegar ég hugsa um eftirsóknarvert umhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki finnast mér fjögur atriði skipta mestu máli: Í fyrsta lagi að menntakerfið sé öflugt og að á hverju ári komi hópar af ungu, hæfileikaríku og vel menntuðu fólki fram á vinnumarkaðinn. Í öðru lagi að menningarlíf sé lifandi því fátt örvar betur frjóa og skapandi og skemmtilega hugsun. Öflug menning og kraftmikil sköpun eykur lífsgæðin almennt og nýtist jafnframt vel í nútíma fyrirtækjum þar sem hugvitið gefur forskot í harðri samkeppni. Í þriðja lagi þarf rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi að vera hagstætt í samanburði við nágranna okkar og keppinauta. Gjöld, leyfi, skattar, takmarkanir, boð og bönn og þess háttar mega ekki hefta eða íþyngja fyrirtækjum meira en keppinautum þeirra í öðrum löndum. Í fjórða lagi skipta reglur um skatta miklu máli. Við búum við frjálst flæði fjármagns og það er staðreynd að það leitar þangað sem beinir skattar eru lágir. Það er sama hvort í hlut eiga fyrirtæki eða einstaklingar. Því skiptir máli að skattar séu í lægri kantinum, annars fer fjármagnað annað. Óvíst er hvort samfélagið í heild hagnist á háum sköttum því þar sem beinir skattar eru lágir nýtur samfélagið góðs af auknu fjármagni í umferð, bæði í gegnum auknar fjárfestingar og veltuskatta. Ávinningurinn af lágum sköttum skilar sér því til allra. Ég minni á að flest burðarfyrirtæki í íslensku atvinnulífi eru alþjóðleg og hafa val um hvar þau skrá sig og greiða skatta. Við eigum að gera þeim valið auðvelt. Og þegar rætt er um skattamál er gott að hafa orð Abrahams Lincolns í huga en hann benti á að þú styrkir ekki þann veika með því að veikja þann sterka. Í framhaldi af ofansögðu tel ég það afar dýrmætt fyrir stjórnmálaflokk að eiga foringja með skýr markmið og tæra framtíðarsýn. Fyrir okkur í atvinnulífinu er sambýlið erfiðast við stjórnmálamenn sem skortir stefnufestu, - stjórnmálamenn sem vilja semja um alla hluti í stað þess að fylgja skýrum markmiðum og standa fast á settum leikreglum. En hvað sem öllu öðru líður þá er kjarni málsins sá að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja þarf að vera jafngott og helst betra en þekkist í nágrannalöndum okkur. Ég lít á það sem skyldu stjórnmálamanna að fylgjast með því að umhverfi íslensks atvinnulífs sé ætíð samkeppnishæft. Ágætu SUS – arar. Fjölmiðlar og hlutverk þeirra hefur verið mjög til umræðu undanfarin misseri. Ég hef alltaf trúað því að frjálsir fjölmiðlar gegni veigamiklu hlutverki í nútímasamfélagi. Fjölmiðlum er að sjálfsögðu frjálst að hafa hvaða skoðun sem er, en ég hef fyrir mitt leiti meira álit á fjölmiðlum, sem reyna að endurspegla það sem fram fer í samfélaginu fremur en að stýra því og stjórna með fyrirmælum og föðurlegum áminningum. Mér hefur t.d. komið verulega á óvart hvernig einstaka fjölmiðlar vilja skrifa stefnuskrár stjórnmálaflokka og segja þeim fyrir um skoðanir. Hvaðan hafa fjölmiðlar umboð til þess? Lengst ganga fjölmiðlar sem hafa blindast af fortíðarþrá og ögra nú samfélaginu og eðlilegri þróun þess með nær linnulausum ótta við breytingar. Þeir virðast sakna þeirra tíma þegar íslenskt atvinnulíf var einangrað og lokað klíkusamfélag. Það er einkennilegt nú, þegar viðskiptin eru orðin frjáls, þá reyna fjölmiðlar að nota áhrif sín og segja fyrirtækjum hvar þau eigi að fjárfesta, - hvað að kaupa og hvað að selja, og hafa þeir þá sjaldnast í huga hið augljósa, - hagsmuni hluthafa. Ég vona að þessar raddir hljóðni hið fyrsta því íslenskt efnahagslíf þarf ekki á því að halda nú að snúa aftur til fortíðar. Góðir tilheyrendur. Það er alltaf spennandi að vera ungur. Mín gæfa í lífinu er að hafa átt þess kost að vinna með ungu fólki. Nýjar kynslóðir hugsa öðru vísi og sjá ný tækifæri. Samfélagið er á stöðugu ferðalagi, framþróunin er knúin áfram af frumlegri hugsun, nýjum aðferðum og nýjum hugmyndum. Ég man að einhverju sinni fyrir löngu síðan í kosningaslag um forystu í SUS talaði einn frambjóðenda mest um utanríkismál. Að ræðu hans lokinni steig einn andstæðinga hans í pontu og hrósaði honum fyrir góða ræðu en sagði síðan nokkuð meinfýsinn, að menn borðuðu nú samt ekki utanríkismál. Þótti þetta smellin athugasemd og var að mati sumra ástæða þess að umræddur frambjóðandi tapaði kosningunum naumlega. En nú er öldin önnur. Við alþjóðavæðinguna ganga hönd í hönd innanríkismál og utanríkismál þannig nú borðum við Íslendingar jafnt utanríkismál sem önnur, svo notað sé orðfæri okkar ágæta félaga fyrir margt löngu. Að lokum ágætu þingfulltrúar. Áhrifa ykkar mun fyrr en seinna gæta í íslensku samfélagi. Þið eruð fyrsta kynslóðin, sem tekur við Íslandi, þegar það er orðið hluti af hinni alþjóðlegu viðskiptaheild. Þar eru tækifærin ykkar. Látið hvorki úrtölur né öfund ráða ykkar för. Hugsið aldrei sem svo að við sem þjóð eða þið sem einstaklingar séuð komnir í mark eða að endimörkum, - að nú þurfi að líta um öxl og slaka megi á. Það er aldrei svo. Þegar einar dyr lokast, - opnast nýjar. Þegar oddafuglinn þreytist er annar reiðubúinn til forystu. Svo einfalt er það. Takk fyrir og vonandi verður þessi helgi ykkar hér á Selfossi ánægjuleg."
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent