Fléttulistar afmá kynjamismunun 5. september 2004 00:01 "Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingarinnar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl," segir Kjartan Valgarðsson. "Helmingur Samfylkingarinnar er konur og geri ég ráð fyrir því að að það muni endurspeglast í framboðslistum í næstu alþingiskosningum, 2007. Það gerir það reyndar nú þegar í þingflokknum," segir hann. Kjartan starfar í hópi Samfylkingarinnar sem vinnur að endurskoðun laga flokksins og hefur það meðal annars að markmiði að kanna hvernig auka megi lýðræði innan Samfylkingarinnar. Nú þegar segir í lögum Samfylkingarinnar að hvort kynið eigi rétt til að minnsta kosti 40 prósenta í öllum stofnunum flokksins og við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. "Eftir það sem gengið hefur á í Framsóknarflokknum mun enginn flokkur lengur komast upp með það að segja að "stefnt skuli að" jöfnu hlutfalli kynjanna. Kröfurnar hafa aukist og ekki verður lengur hægt að sætta sig við að "stefnt verði að" jafnmörgum frambjóðendum af hvoru kyni," segir Kjartan. "Samfylkingin á að vera í fararbroddi með breytingar sem þessar," segir Kjartan. Hann bendir á að fléttulistar hafi lengi tíðkast. "Íhaldssömustu karlmenn hafa verið hlynntir fléttulistum þegar það hentar þeim sjálfum. Til að mynda eru notaðir fléttulistar varðandi skipun á framboðslista eftir búsetu," segir Kjartan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þetta jákvætt skref þótt auðvitað ætti ekki að vera þörf á lögum sem þessum. "Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafnfætis í öllu starfi og öllum stofnunum Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminningu um þetta. Slík samþykkt yrði sterk og jákvæð yfirlýsing frá flokknum," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
"Það er mjög líklegt að það verði lagt til á næsta þingi að framboðslistar Samfylkingarinnar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl," segir Kjartan Valgarðsson. "Helmingur Samfylkingarinnar er konur og geri ég ráð fyrir því að að það muni endurspeglast í framboðslistum í næstu alþingiskosningum, 2007. Það gerir það reyndar nú þegar í þingflokknum," segir hann. Kjartan starfar í hópi Samfylkingarinnar sem vinnur að endurskoðun laga flokksins og hefur það meðal annars að markmiði að kanna hvernig auka megi lýðræði innan Samfylkingarinnar. Nú þegar segir í lögum Samfylkingarinnar að hvort kynið eigi rétt til að minnsta kosti 40 prósenta í öllum stofnunum flokksins og við skipan á framboðslista skuli stefnt að því að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. "Eftir það sem gengið hefur á í Framsóknarflokknum mun enginn flokkur lengur komast upp með það að segja að "stefnt skuli að" jöfnu hlutfalli kynjanna. Kröfurnar hafa aukist og ekki verður lengur hægt að sætta sig við að "stefnt verði að" jafnmörgum frambjóðendum af hvoru kyni," segir Kjartan. "Samfylkingin á að vera í fararbroddi með breytingar sem þessar," segir Kjartan. Hann bendir á að fléttulistar hafi lengi tíðkast. "Íhaldssömustu karlmenn hafa verið hlynntir fléttulistum þegar það hentar þeim sjálfum. Til að mynda eru notaðir fléttulistar varðandi skipun á framboðslista eftir búsetu," segir Kjartan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þetta jákvætt skref þótt auðvitað ætti ekki að vera þörf á lögum sem þessum. "Sú vitund ætti að vera til staðar að það sé sjálfsagt og sjálfgefið að kynin standi jafnfætis í öllu starfi og öllum stofnunum Samfylkingarinnar, samt sem áður þurfum við stöðuga áminningu um þetta. Slík samþykkt yrði sterk og jákvæð yfirlýsing frá flokknum," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira