Kaðlajóga fyrir alla 7. september 2004 00:01 Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma." Heilsa Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma."
Heilsa Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp