Innlent

Sinnaskipti utanríkisráðherra

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að með ræðu sinni í dag á Akureyri hafi Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, bakkað algjörlega frá fyrri viðhorfum sínum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fram að þessu hafi hann augljóslega viljað láta reyna á aðild Íslands að sambandinu og meðal annars lagt fram hugmyndir um hvernig Íslendingar gætu haldið í yfirráð yfir auðlindunum kæmi til inngöngu. "En hann er í gíslingu Sjálfstæðisflokksins sem fær flog í hvert skipti sem minnst er á ESB."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×