Aftur í hálfa gátt hjá Halldóri 10. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent