Menning

Mikill áhugi á tónlistarnámi

Rúmlega helmingur allra grunnskólanemenda í Súðavík er í tónlistarnámi. Tónlistarskólinn á Ísafirði er þar með útibú og eru nemendurnir 21. Breytingar á aðstöðu til tónlistarkennslu í Súðavík hafa verið miklar milli ára. Nýr útibússtjóri tók við, nýtt hljóðver reis í tónlistastofu grunnskólans og ný hljóðfæri voru keypt ásamt tölvu með upptökutæki. Hallgrímur Sveinn Sævarsson útibússtjóri segir á vef Súðavíkurhrepps spennandi starf vera framundan. Í Súðavík hugsi þeir ekki um kennaraverkfall heldur skipuleggi sig algerlega án þess að gera ráð fyrir því. Annars færi vinnan og útkoma hennar mjög fljótlega að bitna á nemendunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×