Davíð kannast ekki við skilyrði 11. september 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira