Síminn ekki seldur með hraði 13. september 2004 00:01 Davíð Oddsson forsætisráðherra segir meintan ágreining stjórnarflokkanna hafa verið "kallaðan fram", lítið beri í milli í helstu málum, svo sem Símamálinu, Evrópumálum, öryrkjamáli og um fjárfestingar í sjávarútvegi þrátt fyrir fréttir fjömiðla um ágreining. Davíð vísar því á bug í viðtali við Fréttablaðið að hætt hafi verið við sölu Símans. "Nei, það er alltof mikið sagt, ég nefndi til sögunnar í viðtali í Morgunblaðiðinu að Ólafur Davíðsson myndi láta af því starfi að vera formaður einkavæðingarnefndar og það kemur nýr fulltrúi inn í nefndina frá mér. Mér finnst eðlilegt að við þessi skipti fái nýr forsætisráðherra og formaður á hans vegum tíma til að móta hlutina. En þetta er verkefni kjörtímabilsins. Það eina sem ég sagði í Morgunblaðinu var að við værum ekki á neinni hraðferð. Við Halldór höfum orðað þetta á sama hátt, held ég, að það sé bundið í stjórnarsáttmálann að klára þetta á kjörtímabilinu og þá miðum við hvenær er hagfelldast fyrir ríkissjóð og alla að klára þá sölu. Það er enginn ágreiningur í þessu máli." Davíð gerði einnig lítið úr mismunandi áherslum stjórnarflokkanna um dreifikerfi Símans. "Ég heyrði haft eftir formanni þingflokks framsóknarmanna að það þyrfti að bæta 200 milljónum í tengingar á grunnnetið til að framsóknarmenn væru sáttir. Þetta getur ekki haft áhrif á sölu Símans upp á 50-70 milljarða hvorum megin þær 200 milljónir liggja. Mannist sýnist þetta vera óskaplega lítill ágreiningur, það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa; ég vona það að verði meira fjör en þetta!" Davíð sat í gær síðasta þingflokksfund sinn sem forsætisráðherra en hann hefur verið í forsæti ríkisstjórnar frá því að hann settist á Alþingi árið 1991 fyrir rúmum 13 árum. Á morgun víkur hann úr stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og tekur við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Davíð yfirgefur stjórnarráðið og miðbæinn með mikilli eftirsjá. "Ég var að laga til á Þingvöllum í gær og í skrifborðinu mínu í stjórnarráðinu og í læstum hirslum í gær. Allt tekur þetta á mann því þetta eru mikil tímamót." -Góðar minningar? "Já, mjög margar góðar minningar, ég vann í Iðnó, í Nathans Olsens-húsinu sem nú hýsir Apótekið, Morgunblaðshöllinni, Ingólfsapóteki, Sjúkrasamlaginu í húsinu sem Jón Þorláksson lét reisa við Tryggvagötu og auðvitað þinghúsinu og stjórnarráðinu. Svo útskrifaðist ég úr M.R. Ég hef ekki mælt það en ætli radíusinn sé ekki svona 150 metrar og svo er maður allt í einu kominn upp í sveit! Með fullri virðingu." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir meintan ágreining stjórnarflokkanna hafa verið "kallaðan fram", lítið beri í milli í helstu málum, svo sem Símamálinu, Evrópumálum, öryrkjamáli og um fjárfestingar í sjávarútvegi þrátt fyrir fréttir fjömiðla um ágreining. Davíð vísar því á bug í viðtali við Fréttablaðið að hætt hafi verið við sölu Símans. "Nei, það er alltof mikið sagt, ég nefndi til sögunnar í viðtali í Morgunblaðiðinu að Ólafur Davíðsson myndi láta af því starfi að vera formaður einkavæðingarnefndar og það kemur nýr fulltrúi inn í nefndina frá mér. Mér finnst eðlilegt að við þessi skipti fái nýr forsætisráðherra og formaður á hans vegum tíma til að móta hlutina. En þetta er verkefni kjörtímabilsins. Það eina sem ég sagði í Morgunblaðinu var að við værum ekki á neinni hraðferð. Við Halldór höfum orðað þetta á sama hátt, held ég, að það sé bundið í stjórnarsáttmálann að klára þetta á kjörtímabilinu og þá miðum við hvenær er hagfelldast fyrir ríkissjóð og alla að klára þá sölu. Það er enginn ágreiningur í þessu máli." Davíð gerði einnig lítið úr mismunandi áherslum stjórnarflokkanna um dreifikerfi Símans. "Ég heyrði haft eftir formanni þingflokks framsóknarmanna að það þyrfti að bæta 200 milljónum í tengingar á grunnnetið til að framsóknarmenn væru sáttir. Þetta getur ekki haft áhrif á sölu Símans upp á 50-70 milljarða hvorum megin þær 200 milljónir liggja. Mannist sýnist þetta vera óskaplega lítill ágreiningur, það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa; ég vona það að verði meira fjör en þetta!" Davíð sat í gær síðasta þingflokksfund sinn sem forsætisráðherra en hann hefur verið í forsæti ríkisstjórnar frá því að hann settist á Alþingi árið 1991 fyrir rúmum 13 árum. Á morgun víkur hann úr stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og tekur við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Davíð yfirgefur stjórnarráðið og miðbæinn með mikilli eftirsjá. "Ég var að laga til á Þingvöllum í gær og í skrifborðinu mínu í stjórnarráðinu og í læstum hirslum í gær. Allt tekur þetta á mann því þetta eru mikil tímamót." -Góðar minningar? "Já, mjög margar góðar minningar, ég vann í Iðnó, í Nathans Olsens-húsinu sem nú hýsir Apótekið, Morgunblaðshöllinni, Ingólfsapóteki, Sjúkrasamlaginu í húsinu sem Jón Þorláksson lét reisa við Tryggvagötu og auðvitað þinghúsinu og stjórnarráðinu. Svo útskrifaðist ég úr M.R. Ég hef ekki mælt það en ætli radíusinn sé ekki svona 150 metrar og svo er maður allt í einu kominn upp í sveit! Með fullri virðingu."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira