Davíð kveður sem forsætisráðherra 14. september 2004 00:01 Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. Davíð sagði að fundurinn hefði verið skemmtilegur og andinn góður. Hann sagði vissulega eftirsjá úr forsætisráðuneytinu, en hún viki fyrir miklu þakklæti fyrir þau 13 ár, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Hann sagðist ánægður og sáttur við umskiptin. Það væri gott að geta eftir langan tíma lokið störfum með þessum hætti, tilfinningu að það sé sátt og samstarsvilji innan ríkisstjórnar, ólíkt því sem oftast sé þegar forætisráðherrar hætta, þegar allt önnur stjórn tekur við og ráðherrann fer með pokann á öxlinni í burt. Davíð taldi að það yrði einfalt og eðlilegt fyrir sig að starfa undir Halldóri Ásgrímssyni og aðspurður um hvort hann hefði einhver ráð til verðandi forsætisráðherra, sagði hann brýnt að forsætisráðherra sýndi festu, stöðugleika og sanngirni og leyfði ríkisstjórnarflokkunum að takast á, þar sem þeir væru ólíkir. Davíð sagði ómögulegt á þessari stundu að nefna einhverja hápunkta á forsætisráðherraferli sínum, en minntist á að fjölmiðlamálið hefði verið erfitt. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að sér hefði verið sýnd mikil þolinmæði, bæði af þessari ríkisstjórn og þeirri síðastu. Hann væri ekki alltaf auðveldur í skapi og hefði átt til að rjúka upp, en það væri liðið og gott væri að geta hætt í góðu skapi og verið sáttur. Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra sagðist einnig hlakka mikið til þess að setjast í nýja ráðhherrastólinn og sagðist líta þessi tímamót afar björtum augum. Hann sagðist ekki kvíða því að hafa sinn fyrrverandi yfirmann, sem sinn undirmann á næstunni. Þvert á móti sagðist hann ekki efast um gott samstarf hér eftir sem hingað til. Halldór sagði sig og Davíð hafa starfað mjög vel saman og það myndi halda áfram. Hann hefði talið það slæmt ef Davíð hefði farið úr ríkisstjórnstjórn og það styrkti stjórnina að hann yrði áfram. Að lokum sagðist Halldór ekki hlusta á þær kenningar að fyrrverandi forsætisráðherra gæti ekki tekið að sér annað starf í ríkisstjórn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. Davíð sagði að fundurinn hefði verið skemmtilegur og andinn góður. Hann sagði vissulega eftirsjá úr forsætisráðuneytinu, en hún viki fyrir miklu þakklæti fyrir þau 13 ár, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Hann sagðist ánægður og sáttur við umskiptin. Það væri gott að geta eftir langan tíma lokið störfum með þessum hætti, tilfinningu að það sé sátt og samstarsvilji innan ríkisstjórnar, ólíkt því sem oftast sé þegar forætisráðherrar hætta, þegar allt önnur stjórn tekur við og ráðherrann fer með pokann á öxlinni í burt. Davíð taldi að það yrði einfalt og eðlilegt fyrir sig að starfa undir Halldóri Ásgrímssyni og aðspurður um hvort hann hefði einhver ráð til verðandi forsætisráðherra, sagði hann brýnt að forsætisráðherra sýndi festu, stöðugleika og sanngirni og leyfði ríkisstjórnarflokkunum að takast á, þar sem þeir væru ólíkir. Davíð sagði ómögulegt á þessari stundu að nefna einhverja hápunkta á forsætisráðherraferli sínum, en minntist á að fjölmiðlamálið hefði verið erfitt. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að sér hefði verið sýnd mikil þolinmæði, bæði af þessari ríkisstjórn og þeirri síðastu. Hann væri ekki alltaf auðveldur í skapi og hefði átt til að rjúka upp, en það væri liðið og gott væri að geta hætt í góðu skapi og verið sáttur. Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra sagðist einnig hlakka mikið til þess að setjast í nýja ráðhherrastólinn og sagðist líta þessi tímamót afar björtum augum. Hann sagðist ekki kvíða því að hafa sinn fyrrverandi yfirmann, sem sinn undirmann á næstunni. Þvert á móti sagðist hann ekki efast um gott samstarf hér eftir sem hingað til. Halldór sagði sig og Davíð hafa starfað mjög vel saman og það myndi halda áfram. Hann hefði talið það slæmt ef Davíð hefði farið úr ríkisstjórnstjórn og það styrkti stjórnina að hann yrði áfram. Að lokum sagðist Halldór ekki hlusta á þær kenningar að fyrrverandi forsætisráðherra gæti ekki tekið að sér annað starf í ríkisstjórn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira