Innlent

Rjúpnaveiðibanninu aflétt?

Skotveiðimenn fagna mjög jákvæðum niðurstöðum úr rjúpnarannsóknum sem sýna ört vaxandi stofn og ætla að knýja á um að rjúpnaveiðibanninu, sem sett var í fyrrahaust, verði aflétt strax í haust. Þeir eru á móti tilbúnir til þess að sæta einhverjum takmörkunum, eins og til dæmis að ekki megi veiða rjúpu nema fjóra daga í viku. Þeir hafa þegar ákveðið að leita eftir fundi við Sigríði Önnu Þórðardóttur, sem tekur í dag við embætti umhverfisráðherra, en rjúpnaveiðar heyra undir það embætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×