Fiskveiðihagsmunir mikilvægir 15. september 2004 00:01 Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira